Það hafa verið lítið annað í fréttum hér annað en Manure (3 af síðustu 4), svo ég ákvað að skrifa hér hvað er í gangi hjá uppáhalds liði mínu, Newcastle United.
Kieron Dyer hefur verið meiddur núna í 9 mánuði á (shin) og kálfa en nú fer að sjá fyrir endan á því helv.. Hann er nú byrjaður að æfa á fullu og mun spila sinn fyrsta leik í langann tíma í varaðliðinu á móti Bolton þann 5 dec. Ef það gengur vel verður hann í A-liðinu á móti Ipswich þann 9 dec. Ef hann stendur sig vel og verður laus við meiðsli þá verður hann vonandi í landsliði Englendinga á HM.
Formaður Newcastle, Freddy Shepherd, hefur hótað að borga ekki leikmönnum sínum laun, ef þeir færu í verkfall. Stuðningmennirnir
segja kallinn vera geðveikan og styðja hetjur sínar heilshuga.
Nú vinnur Robson hörðum höndum að því að styrkja miðjuna og hefur hann sent útsendara sína til Rússlands til að skoða tvo leikmenn
Lokomotiv Moscow. Þeir eru Marat Ismailov og Brmitri Loskov. Ismailov er aðeins 19 ára en er strax orðinn fastamaður í landsliðinu, hann var runner-up í vali Russian Player of the Year awards. Loskov er 28 ára en er ekki lengur fastamaður í landsliði Rússa og því getur orðið erfitt að redda vinnuleyfi fyrir kallinn.