Ég er Manchester maður og undanfarið hef ég verið afar argur út í Barthez og viljað hann úr liðinu vegna allra mistakanna sem hann hefur verið að gera en hann hefur verið að bæta sig kallinn og þrátt fyrir leikinn gegn Arsenal í gær þá vil ég samt hafa hann áfram sem 1. mann. Að mínu mati átti Barthez fínan leik í gær, það var frekar vörnin sem var að klikka. Fyrsta mark Arsenal kom eftir varnarmistök, að vísu er hægt að setja út á Barthez að hann hafi staðið aðeins of framarlega en markið var klárlega vörninni að kenna. Annað markið kom eftir mjög slappt útspark frá Barthez. Allir geta lent í því að hitta boltann illa og ef markmenn lenda í því þá er refsingin meiri. Þetta voru ekki dæmigerð “Barthez-mistök” heldur frekar hlutur sem getur komið fyrir hvern sem er. Þriðja markið var einnig vörninni að kenna. Þeir hleyptu Henry einum í gegn, Barthez reyndi að bjarga því sem bjargað var en mistókst það. Það þýðir samt ekki að skrifa markið á hann því hann gerði mjög heiðarlega tilraun til að bjarga þessu, boltinn var einfaldlega sleipur og völlurinn blautur og því fór sem fór.
Ef þessi leikur hefði farið fram fyrir 2 vikum þá hefði ég verið alveg brjálaður útí hann og fundist sem þetta hlyti alltsaman að vera honum að kenna en það sem hann hefur sýnt í síðustu 2 leikjum varð til þess að nú er ég á því að hann eigi skilið að fá séns til að komast í rétta gírinn því ég er sannfærður að það er ekki langt þangað til það gerist. Það var algjör snilld að horfa á hvernig hann varði vítaspyrnuna um þarsíðustu helgi, hvernig hann tók sálfræðina á gaurinn og var svo sallarólegur og varði vel tekna vítaspyrnu. Svo bjargaði hann einu stigi gegn Munchen með mjög góðri markvörslu.
Hann er svolítið að borga með það hversu mikið af flippmistökum hann hefur verið að gera því núna eru allir farnir að kenna honum um varnarmistök annarra en ég segi bara: “gefið manninum séns”