Old trafford

Í þessari grein ætla ég að fjalla aðeins um skoðunarferð sem ég fór um Old trafford heimavöll Manchester United.

Stúkan

Stúkan á vellinum er mjög flott. Hún er ekki eins og stúkan á Nou camp, svona 3 km uppi loftið og ef þú færð sæti efst þarftu nánast að nota kíkir. Stúkan er náttúrulega öll rauð nema á sumum stöðum er merkt inná Manchester United með hvítum stöfum. Ég settist í eitt sætið þarna og voru þau bara nokkuð þægileg, ef þú hefur farið á laugardalsvöllinn máttu búast við allt öðrum gæðaflokki. Völlurinn tekur um 70000 manns og er næst stærsti völlurinn á Englandi á eftir þjóðarleikfanginum, Wembley. Sætaröðun er þannig að stuðningsmenn Man Utd eru með um 60%, hitt liðið með um 10%, fjölskyldur leikmannana með 15% og Stjórnarformenn með um 15%.

Búningsherbergi

Búningsherbergið fyrir leikmenn Man Utd er alveg stórglæsilegt. Þar er sturta, heitur pottur, nudd, og er það mjög stórt. Búningaherbergi andstæðingana er andstæðan við búningaherbergi Man Utd t.d. var engin loftkæling né sturta fyrr en UEFA setti reglur um að það þyrfti að vera. Það er merkt hvar hver leikmaður á að vera með mynd af leikmanninum. Þegar leikmenn Man Utd fari inn í búningsherbergið er allt tilbúið fyrir þá, treyjan, sokkar, stuttbuxur og takkaskórnir. Svo í hálfleik er búið að koma fyrir orkudrykkjum og bönunum fyrir leikmennina.

Fyrir leik

Leikmenn mæta um 3 tíma fyrir leik og mæta í matsalinn. Þar bíður þeirra pasta og kjúklingur og eru þeir farnir í svokallað afslöppunarherbergi eftir um 1 klukkutíma. Þar fá þeir drykki og annað og fara svo í búningsherbergið um 1 og ½ klukkutíma og í æfingargallann og út að hita upp. Um 30 min fyrir leik fara þeir svo aftur í búningsherbergið og þar kynnir Sir Alex Ferguson liðið og þá byrja leikmenn að klæða sig í keppnisfötin og 15 min fyrir leik kynnir Sir Alex Ferguson leikaðferðina. Svo labba leikmenn út á völlinn og byrja leikinn.

Blaðamenn og sjónvarpsmenn

Blaðamenn og sjónvarpsmenn fá frábæra þjónustu á vellinum. Fyrst mæta þeir og fá að borða með leikmönnunum og tala saman og svona. Svo hafa þeir til dótið sitt og fá kaffi og svoleiðis og byrja að horfa og lýsa leiknum. Svo eftir leikinn fara blaðamenn á blaðamannafund og sjónvarpsmennirnir taka viðtal við leikmenn.

Auka þjónusta

Öll aukaþjónusta á vellinum er fullkomin. Man utd Megastore er til dæmis frábær og er allt selt þar frá búningum til hundadóts. Verðið þar er gott og mæli ég með þessari búð. Fyrir leikmenn geta þeir tekið börnin með sér og yngstu börnin fara í svona barnaland þar sem barnapíur taka á móti þeim. Svo eru góðar sjoppur á vellinum og margt annað.

Miðar

Ef þú vilt fá þér miða á Old trafford þá ætla ég að segja þér þetta, völlurinn tekur um 70000 - 60000 fer til manna með ‘' Season tickets ’' - 4000 til VIP og blaðamanna - og þá verða það um 10000 miðar eftir fyrir hina stuðningsmenn liðsins en þess má til gamans geta að Man Utd á um 70 milljónir stuðningsmenn.

Í stuttum orðum er þessi völlur stórkostlegt mannvirki og fullkomið. Mæli ég með skoðunar ferð um völlinn og bara með Manchester borginni. Versæl