Hlynur Stefáns hefur lagt skóna á hilluna Varnarmaðurinn ofsasterki, Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV til margra ára, er hættur knattspyrnuiðkun og hefur spilað sinn síðasta leik fyrir ÍBV. Þetta er áfall fyrir ÍBV því Hlynur hefur verið einn besti leikmaður Símadeildarinnar síðustu 4 ár og verið eins og klettur í sterkri vörn ÍBV. Hlynur er orðinn 37 ára en þrátt fyrir það var hann í toppformi í sumar og lék alla leiki Eyjamanna án teljandi erfiðleika. Skarð Hlyns eiga Eyjamenn örugglega erfitt með að fylla en maður kemur í manns stað.

-