14.11.01 Colin Hutchinson tjáði sig í dag um þær fréttir frá gærkvöldinu að ökklameiðsl Marcel Desailly væru það alvarleg að hann þyrfti jafnvel að leggja skóna á hilluna. Hutchinson sagðist hafa talað við Dessa í gærkvöldi og að ummæli hans í viðtali þar sem meiðsli knattspyrnumanna voru til umræðu hefðu verið tekinn úr samhengi. Sagði Hutchinson að menn vonuðust til að Dessa yrði klár í slaginn aftur þegar að Blackburn koma í heimsókn þann 24. n.k. en þess má geta að kappinn er hvort sem er í leikbanni um næstu helgi vegna 5 gulra spjalda.
Hutchinson greindi líka frá því að Winston Bogarde hefði fengið leyfi til að fara til Hollands og reyna að finna lið sem væri reiðubúið að taka hann að láni út tímabilið og að Rati Aleksidze væri farinn til Nurnberg í Þýskalandi og vondandi myndu þeir taka hann að láni út tímabilið en atvinnuleyfisvandamál gerðu það að verkum að ógerlegt væri að lána hann til liðs á Englandi.
Mikið er rætt um ársskýrslu Chelsea Village plc sem er að koma út núna og sýnir að félagið tapaði £ 11.1 milljón punda á síðasta ári og að heildarskuldir eru hátt í £ 100 milljónir punda og er meirihluti þeirrar upphæðar lán sem greiðast á fyrir 2007. Er talið að á aðalfundi félagsins þann 30. nóv. næstkomandi verði þjarmað hressilega að Ken Bates formanni og talið líklegt að hann þurfi að hafa sig allan við til að halda stöðu sinni sem stjórnarformaður félagsins. Það er ekkert launungarmál að mjög stór hópur stuðningsmanna hafa verið á móti Bates undanfarin ár og þeirri uppbyggingar stefnu hans á Stamford Bridge þ.e. að leggja svona mikið undir með byggingu veitingarstaða og Hótels sem hvortveggja er talinn vera mjög ótryggur bisness.