Sögur hafa verið að ganga um að Marcelo Salas leikmaður Lazio sé á leið til Inter. Eru kaupin þá í viðræðum. Eftir að Lazio keyptu menn á borð við Hernan Crespo og Claudio Lopez hefur lítið not verið fyrir Salas og jafnvel er Simone Inzaghi farinn að teljast betri, en Inter er með bæði Ronaldo og Cristian Vieiri meidda, hefur þá neyðst til að skipa framlínu sína með þeim Hakan Sukur og Alvaro Recoba, en það er ekki að skila neinum árangri.
Ég sé fyrir mér Marcelo Salas eiga betri framtíð hjá Inter heldur en hjá Lazio!