George Burley er búinn að ganga frá kaupunum á franska miðjumanninum Ulrich Le Pen. Hann gerði þriggja og hálfs árs samning við Ipswich eftir að hafa farið í gegnum hefðbundna læknisskoðun. Þessi 27 ára leikmaður mun æfa með Ipswich á fimmtudag og ef allt gengur vel gæti hann orðið í liðinu sem leikur gegn Bolton á Portman Road á sunnudaginn. Le Pen má spila með liðinu í UEFA keppninni. Hann var ánægður með að samningurinn væri í höfn og saði þetta stærstu stundina á ferlinum. Le Pen er þekktur fyrir að leggja upp mörk fyrir framherjana og er á toppnum á lista yfir fjölda stoðsendinga í frönsku deildinni. Hann skoraði sjö mörk síðustu tvö tímabilin og hefur leikið alla leiki Lorient á tímabilinu.
Le Pen samdi til ársins 2005 og talið er að hann hafi kostað um eina og hálfa milljón punda. Hann mun keppa við þá Jamie Clapham og Martijn Reuser um sæti í liðinu.