Fréttir frá Spáni herma að Manchester United kunni að bjóða í argentínska landsliðsmanninn Santiago Solari en Juan Veron hefur víst mælt með honum. Solari er 25 ára og leikur með Real Madrid. Hann er góður vinur Verons og miðjumaðurinn hefur víst ráðlagt United að bjóða í hann. Solari lék áður með Atletico en kom til Real síðasta sumar. Hann kom til Spánar árið 1999 frá River Plate.
Hann hefur engan veginn náð sér á strik hjá Real og er iðulega á varamannabekknum. Solari á þrjú ár eftir á samningi hjá Real og félagið vill halda í hann. Til að fá hann yrði Manchester að borga 18 milljónir punda. Svo kann að fara að Solari krefjist þess að fá að fara verði boðið í hann því hann er orðinn leiður á bekkjarsetunni.
Nokkur ítölsk lið hafa sýnt Argentínumanninum áhuga og Lazio vildi fá hann lánaðan en það tókst ekki
égb gæti alveg trúað Manchester mundi fá hann