Fréttir úr herbúðum KR Næst mun ég kíkja á hvaða fréttir hafa borið hæst úr herbúðum KR síðan leikmenn í Símadeildinni fóru í vetrarfrí.

Markahæsti leikmaður 2.Deildar, Magnús Ólafsson hjá Haukum, mun leika með KR á næsta tímabili. Magnús er 29 ára gamall sóknarmaður og skoraði 23 mörk í 18 leikjum fyrir Hauka í sumar, en þeir unnu 2.deildina sem kunnugt er með yfirburðum.

Willum Þór Þórsson var ráðinn þjálfari KR og tók fimm ára samningur hans við félagið gildi 1. nóvember. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1976 sem uppalinn KR-ingur þjálfar karlalið KR, en landsliðsmarkvörðurinn Guðmundur Pétursson þjálfaði þá liðið. Jónas Kristinsson, formaður KR-Sport, sagði í gær að aðalmarkmiðið væri að skapa stöðugleika í starfsumhverfi KR. “Við horfum bjartsýnir til framtíðar, en því er ekki að leyna að oft hefur skort á stöðugleika hjá KR.”

Unglingalandsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson sem er 21.árs hefur rift samningi sínum við Strömsgodset og hefur verið orðaður við KR. Ætla má að Fylkir og Grindavík munu einnig setja sig í samband við Veigar.

Upplýsingar af heimasíðu KR.