Cristiano Ronaldo #1 Hér er heimildarritgerð sem ég gerði fyrir Íslensku 203.

Endilega benda á vitleysur(ég hlýt að hafa gert einhverjar ;)) og megið endilega leiðrétta.


Uppvaxtarár Ronaldo's

Fyrir ca. 22 árum, þann 5. Febrúar árið 1985, fæddist Cristiano Ronaldo dos Santos Aveiro, á eyjunni Madeira, nokkur hundruð mílur sunnan Portúgals.
Nafnið „Ronaldo“ er mjög sjaldgæft í Portúgal en hann er skírður þessu nafni í höfuðið á Ronald Reagan fyrrverandi Bandaríkjaforseta, enda hafði pabbi Ronaldo’s dálæti af Reagan sem leikara.

Ronaldo(22) ólst upp í litlu húsi í borginni Funchal með föður sínum (Diniz, 50), móður sinni (Maria Dolores), systrum sínum (Elma, 30 og Katia, 26) og Hugo bróður sínum (29), og var hann yngstur allra. Fjölskyldan var nokkuð fátæk, enda fjölmenn fjölskylda í heldur fátæku landi.

Strax við þriðja aldur fór Ronaldo að sparka í bolta, og þegar hann byrjaði í barnaskóla 6 ára, þá kom strax í ljós að hann hafði gríðarlega ástríðu af þessum boltaleik. Uppáhalds lið hans í Portúgal var SL Benfica, samt sem áður fór hann til erkifjendanna í Sporting Lisbon seinna meir.
Hann spilaði fyrst fyrir utandeildarliðið Andorinha 8 ára gamall, þar sem faðir hans var sá um búningsmál.
Eftir vaska frammistöðu með Andorinha sýndu tvö stærstu lið Madeira, Nacional og Marítimo, honum mikinn áhuga. En Marítimo, sem var talið stærra liðið, missti af mikilvægum fundi við Rui Santos, þjálfara Andorinha. Og þar af leiðandi gekk Ronaldo til liðs við Nacional Madeira.



Upphaf ferilsins

Ronaldo spilaði ekki lengi hjá Nacional. Eftir titilbaráttu með liðinu tímabilið 1997/1998, sýndi Sporting Lisbon honum mikinn áhuga. Stuttu síðar fór hann á þriggja daga reynslutíma til þeirra, og stuttu seinna var hann keyptur fyrir 1500 pund, aðeins 13 ára. Skrifaði hann undir samning við Sporting og yfirgaf Nacional Madeira.

Þegar til Sporting var komið fékk hann misgóðar móttökur. Margir liðsfélaga hans gerðu grín að „Madeirahreim” hans (sem má líkja við muninn á skoskum hreimi og enskum). Og var það erfitt fyrir Ronaldo, bæði andlega og félagslega.
En á meðan sumir krakkar kusu að gera grín að hreim Ronaldo’s, þá voru sumir sem voru full alvara hvað varðar fótboltahæfileika hans.

Aðeins 13 ára gerði hann hina ótrúlegustu hluti, en oft gerðist það að hann þurfti að taka sér hlé vegna vaxtarkippa, enda var hann kominn á unglingsaldurinn, með meðfylgandi unglingaveiki. En hann náði samt markmiði sínu þegar hann var 17 ára lúðalegur unglingur, að spila með aðalliðinu.Og var hann fyrsti leikmaðurinn í sögu Sporting til að spila með U16, U17, U18, varaliði og aðalliði liðsins á aðeins einu tímabili.

Með aðalliðinu spilaði hann númer 28, og þar sýndi hann hvað í sér bjó. Fótafimi hans, snerpa, hraði, útsjónarsemi og nef fyrir mörkum gerði hann fljótt að stærsta efni Portúgals og Evrópu. Og þá sátu hrekkjusvínin eftir með sárt ennið.
Með Sporting spilaði Ronaldo ýmist sem framherji, kanntmaður eða sem sóknarsinnaður miðjumaður. Alveg sama hvaða stöðu hann tók sér, hann stóð sig alltaf frábærlega. Hraði hans og tækni skildu mótherjana oftar en ekki eftir á rassinum, ekki vitandi hvort þeir voru að koma eða fara. Brugðu menn þá á það ráð að hjóla beint í hann, ýmist með tæklingum, hrindingum eða peysutogi, einungis til að stöðva hann, það var jú enginn önnur leið til að stöðva hann. Og fylgdi því oft mörg meiðsli og vandamál.

Hann fékk fljótt viðurnefnið „nýji Patrick Kluivert“ fyrir líkamlega styrk sinn (sem Kluivert hafði nóg af) og vegna ógnarlegrar tækni.
Á þessum tímapunkti (2002-2003)voru mörg lið í Evrópu farinn að lýta á hann aðdáunaraugum, þar á meðal Liverpool. Gerard Houllier þáverandi þjálfari Liverpool var oft búinn að senda njósnara sína til Lisbon, til að fylgjast með og meta Ronaldo í leikjum.
Þá var nú talið að Liverpool mundi gera tilraun til að kaupa Ronaldo. En af því varð ekki, og var afsökun/útskýring Houllier’s sú að hann taldi Ronaldo enn vera of ungan og óþroskaðann.
Persónulega hefði ég aldrei getað lifað við það að Ronaldo klæddist Liverpoolbúningi (hrollur).

Stóra tækifærið

(Árið 2003, 6. ágúst) Manchester United kom til Lissabon til að spila við Sporting í opnunarleik liðanna á nýja velli liðsins, sem bar nafnið Estádio José Alvalade og tekur hann um 50 þúsund manns í sæti.
Fastlega var búist við frækilegum sigri United manna á Sporting, og leit það þannig út til að byrja með. En fljótlega tók Ronaldo málin í sínar hendur. Hann sólaði United liðið bókstaflega í tætlur, og skildi Rio Ferdinand (sem er talinn einn besti varnarmaður heims) oft eftir á röngunni.
Frammistaða Ronaldo’s gegn Rauðu Djöflunum var það góð að hann var ekki bara valinn maður leiksins (sem Sporting vann örugglega 3-1), heldur var ekki talað um annað í flugvél United manna.

Þjálfari United, Alex Ferguson, þurfti að hlusta á leikmenn liðsins tala um Ronaldo af gríðarlegum ákafa og áhuga, alla leiðina til baka. Þeir töluðu um hve liðið mundi styrkjast gríðarlega ef hann færi til þeirra og hvernig liðsandinn mundi aukast og styrkjast ef hans nyti við. Þá sá Ferguson hve mikið leikmenn sýnir mátu Ronaldo. Þá fór hann á tal við Portúgalska aðstoðarþjálfara sinn, Carlos Queiroz, strax við heimkomu. Og má segja að þetta hafi allt gengið mjög fljótt fyrir sig.

Aðeins 3 dögum eftir leik liðanna var Ronaldo keyptur til Manchester United fyrir ótrúlegar 12,25 milljón pund. Sem er ótrúlega mikið verð fyrir 18 ára tánging, enda er þetta metfé fyrir ungling á Englandi.
Þegar þessar fregnir komu í fréttirnar, að Ronaldo væri kominn til United, þá héldu margir að átt var við Ronaldo hinn brasilíska, sem þá var besti framherji heims. En í stað hans sáu menn nánast óþekktan bólugrafinn ungling með ljósa spagettílokka. Það vakti furðu margra að Ferguson eyddi svona háum fjárhæðum í 18 ára dreng. Og voru menn fullir efasemda. Sérstaklega þegar talað var um að Ronaldo ætti að leysa David Beckham af hólmi. En hann fór til Real Madrid skömmu áður fyrir ca 23 milljón pund.

Pressan sem var á Ronaldo var augljóslega mikil. Hann þurfti að standast undir væntingum stuðningsmanna, og ekki bætti það úr sök að hann fékk númer Beckham’s, númer 7. Ronaldo nánast grátbað Ferguson um að fá að skipta um númer, því hann vildi frekar spila með sitt gamla númer, 28.
En öllum efasemdum var skolað í burtu þegar Ronaldo spilaði sinn fyrsta leik gegn Bolton. Honum var skipt inná í seinni hálfleik, og má segja að sprenging hafi orðið. Hann skildi veslings Boltonmennina eftir án þess að fá viðvörun. Tókst honum að fiska víti og að setja upp mark í leiknum. Í hvert sinn sem hann fékk boltann þá fór rosalegt kliður um áhorfendur, þeir voru greinilega hrifnir og hissa á þessari ungu stjörnu sinni. Hann var valinn maður leiksins og má segja að hann hafi komið inná í 5. gír.
Næstu tímabil lék Ronaldo mikilvægt hlutverk í titilvonum United. Tímabilið 2005/2006, hans þriðja tímabil, var versta árið hans. Faðir hans dó og var það á forsíðum blaða í marga daga og einni var hann kærður fyrir nauðgun á hóteli í London. Hann var sýknaður vegna ófullnægjandi sannana, en það er vitað mál að þetta tók rosalega á í lífi hans.

Hvað varðar þetta tímabil sem er í gangi núna (06/07), þá hefur Ronaldo svo sannarlega fest sig í sessi sem einn besta leikmann heims. Í deildinni einni og sér hefur hann skorað 16 mörk, og er hann annar markahæsti í deildinni. Sem er alveg ótrúlegt ef tekið er með í reikninginn að hann er miðjumaður. Þegar allar keppnir eru lagðar saman þá eru mörkin smám saman að nálgast 20 marka takmarkið.

Ófá verðlaun hefur hann fengið. Hann hefur mörgum sinnum verið kosinn leikmaður mánaðarins á Englandi og ungi leikmaður mánaðarins. Hann hefur hlotnast sá heiður að hafa verið kosinn Besti ungi leikmaður ársins, og þarf mikið til. Og eru margir á því að hann verði kosinn leikmaður ársins á Englandi eftir stórkostlegt tímabil. Og ekki mun lýða á löngu þangað til hann verður kosinn Besti leikmaður heims.

Og þess má geta til gamans að Ronaldo og Ferguson eru með veðmál í gangi. Ef Ronaldo skorar 20 mörk eða meira á tímabilinu, þá fær hann einhvern glaðning.




Landsliðið

Cristiano Ronaldo spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2003 í ágústmánuði gegn Kazakhstan. Hefur hann síðan þá spilað í númerinu 17. Á EM 2004 í Portúgal skoraði hann mark liðsins í 2-1 tapi gegn Grikkjum í opnunarleik mótsins. Þau mættust þó aftur í úrslitaleiknum, þar sem Grikkir unnu.
Og brotnaði Ronaldo gjörsamlega saman þegar leikurinn var búinn, svo vonsvikinn var hann.

Eftir EM í Portúgal var komið að Ólympíuleikunum í Aþenu. Regla er að leikmenn undir 23 ára skuli leika á mótinu, og var Ronaldo enginn undartekning, þar sem hann fór fyrir sínum mönnum.

Sumarið 2006 var komið að hans fyrsta Heimsmeistaramóti. Fór það fram í Þýskalandi og var það glæsilegt mót.
Spilaði Ronaldo sæmilega í riðlakeppninni en hann spilaði glimrandi vel í útsláttakeppninni. Í 16 liða úrslitum gegn Hollandi, fór Ronaldo hinsvegar meiddur af velli eftir tæklingu frá Khalid Boulahrouz, sem er oft kallaður „mannætan“ vegna grófleika sins.
Ronaldo náði hinsvegar að ná sér í tíma. Og lék hann í 8 liða úrslitum gegn Englandi þar sem hann skoraði síðasta vítið í vítakeppninni, og innsiglaði þar með sigur gegn Englandi. En það var annað sem skyggði á.
Wayne Rooney liðsfélagi Ronaldo’s í United traðkaði að því virðist óvart á óþægilegan stað á Ricardo Carvalho varnamanni Portúgals. Kom Ronaldo þá og talaði við dómaran, sem í kjölfarið gaf Rooney rautt spjald. Ýtti Rooney við Ronaldo og spurðu þá margir sig af hverju hann hefði heimtað rautt spjald á Rooney liðsfélaga sinn.
En Ronaldo sagðist bara hafa heimtað að brot yrði dæmt, sem var gert, en alls ekki beðið um rautt spjald. Og voru aðrir sem staðfestu frásögn Ronaldos.
Næstu daga og vikur var talið að dagar hans hjá United væru taldir, vegna meints atviks. Var hann þá talinn fara til Real Madrid, en neitaði hann öllu. Hann sagði:
“ United stood behind my back trough all my troubles, now I’m going to return the favour ”
.
Enda fór hann hvergi, þó svo að hann sé hataður allstaðar á Englandi nema í Manchester, þá hefur hann ekki látið gríðarmikið baul á sig hafa. Hann hefur sagt að það geri hann bara betri, enda sést þegar baulað er á hann, að hann spilar rosalega vel. Enda eru nánast allir hættir að baula á hann.

Núna í dag hefur Ronaldo spilað 37 leiki fyrir þjóð sína, og í þeim leikjum hefur hann skorað 12 mörk.

Ronaldo í nærmynd

Einkalíf Ronaldo’s hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu. Enda vill Ronaldo hafa það aðskilið frá atvinnu sinni. Vitað er að hann hefur verið með einni fréttakonu, Merche Romero, sem er 9 árum eldri og fráskilin. Einni hefur hann verið með nokkrum fyrirsætum. En ekki eru til margar upplýsingar um það, ja nema slúður sem er ekki satt að hans sögn.

Þegar hann er ekki að spila og æfa fótbolta, næla sér í frægar konur og gefa viðtöl, þá hefur hann gefið mikinn pening til góðgerðarmála. Og ekki má gleyma þegar hann flaug til Martunis, náði í 11 ára Indónesíska stelpu (sem lifði af fljóðbylgjuna í desember 2005)og faðir hennar, til þess að fara á einn af leikjum Portúgals í Undankeppni HM. Borgaði hann allan kostnað, og endaði þetta á því að allir leikmenn landsliðsins gáfu pening til þeirra fyrir nýju húsi í Indónesíu.

Eftir leikina í Undankeppni HM, fór Ronaldo til Indónesíu þar sem hann heimsókti rústir fljóðbylgjunnar. Þar setti hann á fót sjóð sem var ætlað að hjálpa fórnarlömbunum. Hann hitti varaforseta Indónesíu, Jusuf Kalla, og endaði ferðina á því að selja allan sinn íþróttabúnað á uppboði til góðgerðamála. Og seldist hann á 66 þúsund pund eða um 120 þúsund bandarískra dollar. Einsog glögglega má sjá er Ronaldo virkur í góðgerðarmálum.

Í nágrenni Manchester (Woodford, Cheshire) á hann 2 milljón punda hús, hann ekur um á silfurlituðum Porsche, þó svo að hann sé „andlit“ Suzuki bílana. Þegar hann fer út að borða, eða bara heima hjá sér, þá vill hann helst borða uppáhalds matinn sinn. Sem er Bacalhau à Brás – Portúgölsk eggjahræra með söltuðum Þorski og kartöflum. Uppáhalds drykkur hans er Santal (ávaxtadrykkur).

Hvað varðar leiklistina þá er ein leikkona alltaf í uppáhaldi hjá honum, og er það Angelina Jolie. En uppáhalds leikari hans er Jeane-Cloude Van Damm. Og heldur hann mikið uppá myndirnar The Sixth Sense og The Rock.

Ronaldo sem er Vatnsberi hefur einhver áhugamál einsog flestir. Augljóslega er það fótbolti, svo að hlusta á músík og hafa tíma með sjálfum sér (hér er ekki átt við það sem þú hélst ;D).

Átrúnaðargoð hans í æsku var sjálfur Diego Maradona, einni er Luis Figo á listanum enda báðir heimsklassa þegar þeir voru uppá sitt besta.
Uppáhalds staður hans til að heimsækja er Þýskaland og besta jólagjöf sem hann getur fengið er bolti.

En rétt undir lokinn er skondið að minnast á það að þegar Ronaldo var krakki, þá barði hann kennara með stól vegna þess að hún gerði grin að „Madeirahreim“ hans. Ég mæli ekki með því að gera það.

Da Fin

Takk fyrir mig, og einsog ég sagði þá endilega benda á vitleysur ;)