Spil í spáðin í Meistaradeildina :P Titillinn er smá grín :P Spil í spáðin í stað spáð í spilin ef e-r skildi ekki fatta :P

AC Milan - Bayern Munchen: Það er eitthvað sem heillar mig ekki við AC Milan liðið nú til dags, hef engan vegin haft neina trú á þeim í ár og var einn af þeim fáu sem áttu þess vegna von á að Celtic færi svo langt að þeir myndu sigra lið AC af velli, ég var nú ekki langt frá því að eiga það rétt ;) En ég neita því þó ekki að AC hafa gríðarlega sterkt lið, en til að leikur þeirra gangi upp gegn Bayern þá held ég að þeir megi alls ekki við því að missa menn eins og Kaká, Gattuso eða Pirlo í meiðsli, hef mjög gaman af Bayern liðinu, menn eins og Bastian Schweinsteiger, Lukas Podolski, Oliver Kahn, Lucio, Makaay og Salihamidzic fá mig til að styðja þetta lið af þeim sem eftir eru

PSV - Liverpool: Ég er ekki Poolari en ég, frá því að Liverpool fór í 16 liða úrslit, spáði þeim öruggasta uppí undanúrslit, hvað það er sem fær mig til að hafa trúinu svona mikla á þetta Liverpool lið veit ég ekki hvað er, ætli það sé ekki að þetta lið fer í gang þegar hvað fæstir eiga von á því. Liverpool mega alls ekki við því að missa Gerrard og Carragher úr þeirra liði, það yrði hrikalegt áfall fyrir þá, einnig væri mjög slæmt fyrir þá að missa Riise eða Alonso eða Kuyt. Þessa 5 tel ég svona hvað mikilvægasta í liði Liverpool. Annars má aldrei afskrifa lið eins og PSV, þeir sönnuðu það með mögnuðum sigri á Arsenal að þeir eru alls líklegir og ég hef ágætis trú á PSV en ég held að þáttöku þeirra sé lokið hér þar sem ég hef meiri trú á Liverpool.

Roma - Man Utd: United fara hér áfram mjööög tæpt, þetta verður alls ekki létt viðureign fyrir United menn, enda er Roma gríðarlega sterkt lið, sigruðu lið Lyon sem að held ég langflestir höfðu spáð því að yrði spútniklið keppninnar í ár. Lykilmenn hjá þeim eru að sjálfsögðu Francesco Totti, þeir þyrftu að gæta Totti mjög vel í þessum leik því hann er frábær og mjög hættulegur leikmaður. Sömuleiðis verða varnarmenn Roma virkilega að passa að Giggs, Scholes og Ronaldo hrökkvi ekki í gang að mínu mati. Mér finnst samt framlína Utd ekki eins sterk og svo oft áður. Wayne Rooney aðalmaðurinn að sjálfsögðu en hann hefur bara engan vegin náð sér á strik í þessari keppni, hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið gegn Fenerbahce hitt í fyrra og hefur ekki skorað síðan, Louis Saha er ágætis leikmaður en svo kemur Solskjaer sem einnig er ágætis leikmaður og Larsson er farinn, þessi framlína finnst mér ekki alveg nægilega sterk ef Rooney hrekkur ekki í gang. Ekki taka þessu þannig sem að ég hafi ekki trú á að Utd skori, enda hafa þeir alveg leyst úr þessu í ár með frábærum leik sínum.

Chelsea - Valencia: Valencia liðið er sterkt, með menn eins og David Villa frammi sem er einn heitasti framherji heims í dag, Vicente og Joaquin á köntunum, Albelda og Baraja á miðjunni og kettinum Canizares í markinu. :P Þetta verður spennandi viðureign en ég held og vona að Valencia fari áfram enda tvöfalt skemmtilegra lið þar á ferð heldur en Chelsea, einnig vona ég frekar að Chelsea vinni Englandsmeistaratitilinn þannig að ef þeir detta út geta þeir enn frekar stefnt að þeim titli og verið ekkert að hugsa um það stærsta af öllu :P

Draumaúrslitaleikur af þessum 8 sem eftir eru að mínu mati: Valencia - Bayern Munchen ;)