Parma gekk í dag frá ráðningu á nýjum þjálfara. Eins og við var búist tók Argentínumaðurinn Daniel Passarella við liðinu og gerði hann samning við parma í 2 ár. Hann tekur við af Renzo Ulivieri sem hætti í síðustu viku vegna orðróms um að það ætti að fara að reka hann.
“Parma tilkynnir að Daniel Passarella hefur verið ráðinn þjálfari og er á samningi þar til í júní 2003,” sagði í yfirlýsingu félagsins. “Argentínumaðurinn mun halda blaðamannafund á miðvikudag klukkan 14:00 og síðan mun hann stýra fyrstu æfingunni.”
Passarella er auðvitað frægastur fyrir að vera fyrirliði Argentínumanna þegar liðið vann sigur í HM 1978. Hann var landsliðsþjálfari þegar liðið komst í fjórðungsúrslitin árið 1998. Hann stýrði síðast liði Uruguay en hætti um miðja undankeppni fyrir HM 2002. Hann mun skrifa undir hjá Parma á miðvikudaginn en þá kemur hann frá Buenos Aires