Það voru nokkrir leikir í enska boltanum í dag!

Leikmenn Aston Villa komust að því í dag hve kalt er í toppsætinu. Þeir heimsóttu Newcastle á St James´Park og voru teknir í nef. Newcastle var sterkara liðið allan leikinn og fékk fjölmörg færi. Á 37. mínútu kom fyrsta markið þegar Craig Bellamy skoraði með glæsiskoti eftir vippu Robbie Elliott inn á teig. Annað markið var ekki síðra en það gerði Alan Shearer með frábæru skoti eftir glæsibolta frá Robba Lee sem var kominn aftur í liðið. Hann lagði svo upp þriðja markið sem Bellamy afgreiddi í net með því að klobba Smekkinn í markinu.
Middlesbrough vann einnig glæstan sigur. Derby var í heimsókn á Árbökkum og fékk að finna til tevatns. Szilard Nemeth skoraði fyrsta markið rétt fyrir hlé og á 57. mínútu bætti Carlos Marinelli við öðru. Alen gamli Boksic skoraði þriðja markið fjórum mínútum síðar og Robbie Mustoe gerði það fjórða á 73. mínútu. Marinelli gerði sitt annað mark á 81. mínútu en Ravanelli náði að klóra í bakkann áður en yfir lauk.
Fulham lagði Hamra á Upton Park. Sylvain Legwinski skoraði rétt fyrir hlé og Steed Malbranque bætti við í seinni hálfleik án þess að heimamenn næðu að svara.
Marian Pahars kom Southampton yfir gegn Blackburn á 33. mínútu. Tugay jafnaði rétt fyrir hlé og í seinni hálfleik tryggði Craig Hignett sigur gestanna.
Það var fjör í leik Bolton og Everton. Per Frandsen kom Bolton yfir á 11. mínútu en Alan Stubbs jafnaði fyrir hlé. Gazza kom gestunum yfir á 58. mínútu en Boltar náðu stigi. Ekki kom að sök þó Djibril Diawara sæi rautt því á sömu mínútu náði Michael Ricketts að jafna metin.

Svo er stórleikur á milli Manchester Og Liverpool á Old Trafford í Manchester borg
Svo verða menn vara að bíða spentir á morgun

Ljosastau