Arsenal – Wigan 11. feb
Við vöknuðum klukkan 4 á vænum föstudagsmorgni, 9. febrúar 2007 og vorum á leið til London. Tilefnið var að kíkja á leik Arsenal og Wigan sem fram fór á hinu glæsilega mannvirki Emirates Stadium sem er heimavöllur Arsenal en leikurinn fór fram þann 11. febrúar kl. 16.
Við lögðum af stað frá Keflavíkurflugvelli kl. hálf 8. Keyptum slatta af gjöfum í fríhöfninni, tölvuleik fyrir litla bróður minn, síma fyrir mömmu og e-ð. En við flugum af stað og vorum komin til Stansted airport í London um 10 leytið. Satt best að segja átti ég von á betri fararstjórn því að þeir vissu hreinlega ekkert hvert fara átti í byrjun, fórum aðeins út og biðum eftir rútunni sem átti að flytja okkur yfir á Emirates þegar þeir fatta að þeir fóru ekki nógu langt niður, en þar var bara lestarstöð svo að við þurftum að labba upp aftur og þar var græn rúta sem fór með okkur á Emirates. Þetta var í kringum 3 klukkutíma rútuferð uppá völl í skoðunarferð.
Þvílíkt mannvirki sem þessi völlur er, tekur ca. 60.000 manns í sæti og er alveg risastór, við fórum og skoðuðum búnings og sturtu klefana þeirra og fundarherbergið og skoðuðum við einnig aðstöðurnar hjá “aðal” stuðningsmönnunum, eða s.s. þeim sem hafa borgað yfir 100.000 pund fyrir ársmiðan sinn og fá þá leðursæti og mat og allt það pakk. Einn drengjanna rústaði Liverpool aðdáendunum í hópnum þegar Jerry (Sá sem tók okkur í skoðunarferðina) sagði gaurnum ,,This is the Arsenal supporters club of Iceland, but actually, we’ve got 2 Liverpool fans here.” Þá greip drengurinn gæsina og sagði ,,LIVERPOOL FANS? Can we play you every week? Because then we’ll win the championship, even with our reserves team” Síðan fór ég og verslaði mér í Arsenal búðinni, ég verslaði mér æfingagalla, vettlinga, brúsa og fótbolta ;)
En síðan var skilið við hópinn eftir að farið var uppá Clifton Ford hótelið sem staðsett er á nánast sama stað og hin geysivinsæla verslunargata, Oxford Street. Við 4 fórum á e-n veitingastað, ég keypti mér samloku þar, satt best að segja vissi ég í raun ekkert hvað ég var að panta, fattaði bara að þetta var samloka með kjúkling og ákvað að láta reyna á það, og það reyndist mjög gott. Restin af deginum fór bara í það að liggja í leti og horfa á BBC og fleiri rásir. Reyndar fórum við og fengum okkur kvöldmat á Bella Italia, ítalskur veitingastaður sem býður uppá pizzur og fleira, það var magnað.
Á laugardeginum ákváðum við svo að kíkja í vaxmyndasafnið Madame Tussauds, sem var þokkalegt, vaxmyndir af frægu fólki, pabbi tók myndir af mér hjá ekki merkari mönnum en Gary Lineker, Michael Owen, Hulk, Spider Man og Jose Mourinho. Síðan ákvað ég að stríða Beckham aðeins og rífa mig á Arsenal bolinn og láta taka mynd af mér. En ég keypti mér kókflösku á þessu safni og jesús hvað þessir Bretar eru ruglaðir, þeir skrifa sérstaklega ofan á tappann ,,Open by hand” ég sat þarna og horfði aðeins á þetta og bara ,,Með hverju öðru á maður að opna?” En þetta var stuð, um kvöldið fórum við á eitthvað steik hús þarna. Ég fékk mér bara piparsteik, þurftum að bíða í slatta tíma en það var þess virði, því þetta var GEGGJAÐ!
Síðan var haldið niður á hótel aftur, þar var horft á BBC og séð mörkin úr leikjum dagsins, þegar Manchester vann Charlton 2-0 og svona, það voru 2 menn úr hópnum sem gerðu sér lítið fyrir og fóru klukkan 8 um morguninn með neðanjarðarlest til Manchester eingöngu í þeim til gangi að fara á þennan leik. En þetta var svo sem fínt.
Svo er aðalmálið, það er sunnudagurinn, þessi dagur var eins ljós fyrir mér og hann gat nánast verið, við vöknuðum klukkan u.þ.b. 9 og fórum niður og fengum okkur morgunmat, skrítið hvernig þessir Bretar geta étið pulsur og bacon í morgunmat :S En ég fékk mér bara brauð eins og vanalega. Svo var haldið í lestina kl. hálf 1 og yfir á Emirates. Leikurinn átti að hefjast kl. 4, vorum komin um 1 leytið þangað og þurftum að labba smá, þar sá maður í millitíðinni þennan gamla góða, þarna er ég að sjálfsögðu að tala um Highbury sem verið er að vinna í að leggja niður, það er bara 1 hlið eftir af vellinum eins og er. Fórum inná einhvern pöbb og höfðum það rólegt í smá tíma og fórum svo niður á völl, en það var ekki byrjað að hleypa inn alveg strax svo við fórum bara á einhvern Arsenal bar þar sem að við fórum upp og fengum okkur hamborgara og horfðum á Bolton leggja Fulham af velli. En síðan að leiknum sem var alveg meiriháttar, það sem stóð mest uppúr var frábært mark hjá Denny Landzaat en þegar það gerðist var ótrúlega spes að það varð skyndilega allt steindautt yfir vellinum, nema 1 pínulítið horn þarna sem hoppuðu og skoppuðu. Svo var manni farið að líða ömurlega þegar líða fór á leikinn, á 80. mínútu sérstaklega, 10 mínútur eftir og marki undir, en það reddaðist. Sjálfsmark Fitz Hall minnir mig og allir trylltust af fögnuði, hvað þá þegar Rosicky skallaði boltan í netið 4 mínútum seinna, þá gjörsamlega sauð uppúr. En vá hvað ég var að verða pirraður á hris Kirkland, undantekningalaust að tefja eftir að Wigan komust yfir og fékk ekki einu sinni tiltal fyrir, meðan að þegar Arsenal komst yfir fékk Lehmann spjald bara fyrir að gera það sama og Krikland var búinn að stunda ALLAN helvítis leikinn.
En síðan var gífurleg sigurvíma í liðinu sem hélt heim á leið, alveg frábært að hafa tekist að vinna þennan leik. Farið var uppá hótel aftur og haft það gott, við ákvaðum að kíkja við á Kentucky að fá okkur að éta, þetta er mjög svipað og heima en við Íslendingar finnst mér samt betri á KFC ;)
Afsakið að ég er ekki mjög góður í að segja frá svona hlutum :P