
Matthías Guðmundsson, hinn bráðefnilegi leikmaður Vals, er einn af efnilegri leikmönnum landsins og var í U-21 landsliðinu í sumar. Ármann Smári Björnsson er líka ein bjartasta framtíðarvon Vals. Hann var markahæstur Valsmanna á tímabilinu. Á lokahófi knattspyrnudeildar var Hjalti Vignisson valinn leikmaður ársins.
Þorlákur Árnason mun taka við þjálfun liðsins. Láki hefur verið yfirþjálfari yngriflokka ÍA undandfarin 3 ár við mjög góðan orðstír. Hann þjálfaði 2. flokk Vals fyrir nokkrum árum. Þá stýrði hann meistaraflokksliði félagsins seinni hluta tímabilsins 1997 þegar það bjargaði sér frá falli með góðum endaspretti. “Eflaust verða miklar breytingar á liðinu vegna þess að það féll úr úrvalsdeildinni en þá tekur við nýr kafli, verkefnið er að byggja upp nýtt lið sem er mikil áskorun” sagði Þorlákur í viðtali við Moggann.
Markvörðurinn snjalli, Þórður Þórðarson, hefur yfirgefið Hlíðarendann og heldur nú á vit nýrra ævintýra hjá KA. Hann lék í marki ÍA á árunum 1994 - 1998. Þaðan lá leiðin út í hinn harða heim atvinnuknattspyrnunnar þegar hann gerðist leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping. Með því liði lék hann í tvö ár en snéri síðan heim fyrir síðasta leiktímabil og gekk til liðs við Val.
Upplýsingar af heimasíðum Vals og KA