Mín spá er sú að þau lið sem fari áfram verði: Bayern M, Nantes - Barcelona, Roma - Real Madrid, Panathinaikos - Juve og Deportivo.
Sjálfur er ég Arsenal maður, en það virðist vera sem það er einhver grýla yfir okkur í meistaradeildinni, sérstaklega í útileikjunum. Ætli við fáum ekki að sjá nokkur rauð spjöld til viðbótar, hvort sem það er dómaraskandall, réttlátt eða hrein óheppni.
Vona svo sannarlega að man utd komist ekki áfram, þeir hafa ekkert sýnt í vetur og lenda alltaf í léttustu riðlunum :), þó mér sýnist kannski C riðill kannski vera slakari. En auðvitað eru
engin ‘slök’ lið þarna, annars væru þau auðvitað ekki þarna, en mis góð eru þau.
Gæti líka trúað að Liverpool komi sér áfram, andstætt Arsenal gengur allt hjá þeim í svona keppnum.
Skrýtið..