Í dag var samningur Atla Eðvaldssonar við íslenska landsliðið framlengdur. Samningur Atla við KSÍ er til tveggja ára og tekur hann gildi um mánaðarmótin. Hann mun því stýra landsliðinu í undankeppni EM 2004 en dregið verður í riðla fyrir þá keppni 25. jánúar. Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki er dregið verður. Atli var áður þjálfari KR en tók við af Guðjóni Þórðarssyni þegar hann hélt á vit ævintýranna hjá Stoke.
Sigurður Grétarsson er hættur þjálfun U21 árs landsliðsins og bjuggust flestir við því að Bjarni Jóhannsson tæki við af honum. En í dag kom annað í ljós og var Ólafur Þórðarson ráðinn þjálfari til næstu tveggja ára. Ólafur er mjög góður þjálfari eins og flestir vita og gerði hann ÍA að Íslandsmeisturum í sumar, hann mun að sjálfsögðu halda þjálfun þar áfram. Ólafur hefur leikið 72 landsleiki fyrir Ísland.
Þá var gengið frá nýjum samningum við tvo aðra kappa en það eru þeir Guðni Kjartansson, þjálfari 18 ára landsliðsins og Magnús Gylfason sem verður áfram með 16 ára landsliðið.