sparkvissir landar i útlandinu.
Íslendingar voru óvenju sparkvissir um helgina í útlandinu. Jóhannes Karl var að vísu ekki með á Spáni og Eiður ekki með Chelsea en Hermann Hreiðarson setti eitt fyrir Ipswich (og eitt í eigið mark – sem var nú varla honum að kenna) og strákarnir í Noregi skoruðu grimmt. Heiðar Helguson er byrjaður og Brynjar Björn reddaði Stoke við ákaflega mikinn fögnuð Guðjóns Þórðar og eru þeir nú í þriðja sæti annarar deildar. Maður er náttúrulega bara glaður þeirra vegna og þjóðarstoltið skín úr andliti mínu fyrir framan tölvuna. Íslendingaliðið Brentford er í fyrsta sæti og maður er þvílíkt stoltur. Stoke hefur ekki fengið á sig mark í 508 mínútur, síðan á móti Huddersfield þann 8. sept. Jafnvel þó Birkir sé ekki í markinu en ég held að það sé mest Brynjari að þakka! Held reyndar að hann hljóti að vera einn besti varnarmaðurinn í ensku annarri deildinni.