Hver er besti framherji heims um þessar mundir? Því er ekki auðsvarað en ég skal reyna.
Við skulum byrja á framherja sem er ekki mjög vinsæll enn er samt feikilega góður og markahæstur í ensku deildini. Ég er að sjálfsögðu að tala um Drogba.

Drogba hefur styrk og kraft með sér. Hann er líka rosagóður að skjóta og getur skorað ótrúleg mörk. Drogba hefur eiginlega allt sem góður framherji þarf. Hann getur skallað hann getur skotið hann er sterkur og hann getur hlaupið er hann þarf þess. Það er samt ekki hans óskastaða að mínu mati að þurfa að fara í kapp við fljótan varnamann enn að mínu mati er Drogba ekki sá fljótasti. Ég veit ekki hvað oft á þessari leiktíð að Drogba hefur klárað leiki upp á sitt einsdæmi. Allveg munum við Liverpool eftir leiknum á móti Chelsea á brúnni en þar kláraði Drogba Liverpool.
Ég held að enginn geti neitað því að Drogba sé búinn að vera langbesti framherji ensku deildarinnar á þessari leiktíð. Hann var næstum farinn frá Chelsea enn sem betur fer fyrir Chelsea hann gerði hann það ekki. Hann varð um kyrrt þótt menn væru búnir að útiloka hann eftir að Shevchenko kom. Shevchenko hefur samt sem áður á þessir leiktíð ekki komist með tærnar þar sem Drogba hefur hælana.
Ég held að lykilatriði í leik Liverpool á móti Chelsea um helgina verði að stoppa Drogba og vill ég sjá Xabi gera það enda gerði Drogba Carra að litlum skóla strák í síðasta leik þessara liða.

Eto'o held ég að þurfi ekki að kynna fyrir mörgum. Hann er leikmaður í frábæru liði Barcelona og var þar mikilvægur hlekkur allt þanngað til að hann meiddist. Hann er núna að snúa til baka og er hann búinn að gefa út yfirlýsingar þess efnis að hann ætlar að verða markahæstur leikmaður tímabilsins. Ef hann nær því þá segi ég að hann sé besti framherji heims. Eto hefur allt sem góður framherji þarf. Hann hefur feikilegan hraða og skorar oft mörk þegar hann stingur varnir andstæðingar sína af. Eto er líka ágætis skallamaður og er fínn skotmaður. Mér finnst hann samt ekki hafa nægan styrk. Eto er að mínu mati ekki nógu líkamlega sterkur og þess vegna tel ég hann aldrei geta leikið á Englandi. Hins vegar bætir hann það upp með hraða og útsjónasemi og verður gaman að fylgjast með þessum kappa þegar hann kemur til baka úr meiðsum. Einni verður gaman að sjá hvort Eiður Smári muni halda sæti sínu í liðinu enn ég held að það muni ekki gerast.

Henry þarf ekki að kynna neinum sem fylgist með fótbolta. Hann er leikmaður „Skytturnar" í Arsenal og er fyrirliði þeirra. Hann sýndi Arsenal mikla hollustu í sumar þegar hann skirfaði undir nýja saming við liði og hafnaði stórliðum á borð við Barcelona. Henry leiddi lið sitt Arsenal í úrsitleik meistardeildar Evrópu. Margir segja að Henry hafi sjaldan leikið eins vel og hann gerði í þeirri keppni. Henry var eini í silfur liði Frakka á Heimsmeistaramótinu í sumar. Hann tók ekki víti í vítaspyrnu keppni á móti Ítölum af því að það var búið að taka hann útaf. Henry hefur flest að mínu mati sem einkennir góðan framherja. Hann er nautsterkur og hann er frábær skotmaður, útsjónasemi upp á 10 og síðast en ekki síst er hann öskufljótur. Eini galli Henry er það að hann er ekki góður skalla maður. Skallar hans eru að svipuðum gæðaflokki og Crouch og það er ekki gott fyrir frábæran framherja eins og Henry. Hann hefur oft sýnt það að hann er frábær klárari. Það er held ég fáir eins góðir í heiminum og hann ein á móti markmanni. Henry er að mínu mati einn allra besti leikmaður heims, enn hann hefði átt að vinna árið 2004 þegar Ronaldinho vann.

Ronaldinho er leikmaður sem er síbrosandi. Hann leikur eins og Eto'o í liði Barcelona og ég held að við getum öll sagt að þar er hann lykillmaður. Hann er frábær skotmaður og menn segja að hann hafi ofur sveigjanleika í fótunum og þess vegna getur hann skotið svona eins og hann gerir. Einni er hann með frábæra tækni sem maður nýtur oft að horfa á. Hann er nautsterkur eins og við fengum að kynnast þegar hann skoraði á móti Chelsea í fyrra eftir að hafa staði af sér tæklingu J.Terry. Eini galli Ronaldinho er líkt eins og með Henry að hann er ekki góður skalla maður. Hann hins vegar getur allveg skallað enn eru þeir virkilega slakir.

Rooney er leikmaður Man Utd. Hann er virkilega sterkur leikmaður og er grimmur eins og ljón oft á tíðum. Ronney er mjög ungur og á væntanlega eftir að þroskast sem leikmaður enn hann hefur ekki verið að skora neitt mikið á þessari leiktíð og er langt síðan að síðast mark hans kom. Hins vegar gerir hann mikið fyrir liðið sem aðri gera ekki eins og að vera með baráttu og mikið að stoðsendingu. Helsti styrkur Rooney felst í því hvað hann er sterkur og getur haldið leikmönnum frá sér. Einnig er hann mjög góður skotmaður og ágætis skallamaður. Hann er einnig ótrúlega fljótur enn hann virðist nú ekki vera það ef maður mundi sjá hann að utan, enda vel massaður. Hans helsti ókostur er kannski skapið í honum og það að hann er of óeingingjarn. Samt mundi ég ekki láta Rooney hætta að vera með þetta skap því það mundi koma niðrá leik hans.

Minn listi er svona
1.Henry
2.Ronaldinho
3.Eto'o
4.Drogba
5.Rooney

Ég gerði þetta á Liverpool.is spjallinu.