Roy Keane meiddi sig eitthvað í hné þegar hann var að hita upp fyrir leikinn gegna Deportivo La Coruna. Spilaði þó leikinn en hefur ekkert verið með síðan, sem betur fer, segi ég sem Leedsari, en óska honum þó góðs bata. Hins vegar verður hann sennilega frá í einar þrjár vikur og getur því ekki spilað með Írlandi gegn annaðhvort Íran eða Sameinuðu arabísku Furstadæmunum þann 10. nóv. í fyrri leiknum um laust sæti á HM. Seinni leikurinn verður annaðhvort í Teheran eða Abu Dhabi þann 15. nóv. og gæti orðið erfiður Írunum svo eins gott fyrir þá að vinna heima. Eitthvað er óljóst hverjir verða mótherjar því hinir sameinuðu arabar hafa verið sakaðir um stórfellt svindl í leikmannamálum sínum.
Svo má geta þess að Charlton eru að rembast við að fá til sín pólska landsliðsvarnarmanninn Jacek Bak en hann er ekki sáttur hjá Lyon í Frakklandi.
Andy Todd varnarjaxl hefur verið settur á sölu, enda troublemaker hinn mesti og nú vantar mann í staðinn. Svo veitir kannski ekki af að styrkja vörnina, þeim gengur ekki of vel. Persónulega er mér nokkuð hlýtt til Charlton, þeir stóðu sig vel í fyrra og eru baráttuglatt “lítið” lið. Fíla svoleiðiss!!