
Gylfi Einarsson skoraði eitt fyrir Lilleström sem sigraði Tromsö 3-1, og hafnaði í öðru sæti deildarinnar. Helgi Sigurðsson skoraði eina mark Lyn í 1-3 tapi gegn Bryne. Veigar Páll Gunnarsson skoraði í 2-4 tapi Strömsgodset fyrir Odd Grenland á útivelli. Tryggvi Guðmundsson skoraði fyrir Stabæk sem vann Moss 2-1. Andri Sigþórsson skoraði fyrir Molde í 1-1 jafntefli gegn Víking Stavanger.
LOKASTAÐAN
1 Rosenborg 57
2 Lillestrøm 56
3 Viking 49
4 Stabæk 45
5 Molde 44
6 Odd-Grenland 42
7 Brann 41
8 Sogndal 32
9 Bodø/Glimt 29
10 Moss 29
11 Lyn 26
12 Bryne 22
13 Strømsgodset 19
14 Tromsø 16
Markahæstu Íslendingarnir voru þeir Tryggvi Guðmundsson og Jóhann B. Guðmundsson sem skoruðu sjö mörk á tímabilinu.
MARKAHÆSTIR
17 - Thorstein Helstad (Brann)
17 - Frode Johnsen (Rosenborg)
16 - Clayton Zane (Lillestrøm)
15 - Harald Martin Brattbakk (Rosenborg)
14 - Jostein Flo (Strømsgodset)
14 - Erik Nevland (Viking)