Gamla kvinnan er aftur komin með Marcello Lippi í sínar raðir og hann ætlar sér að byggja upp þétt lið og takast á við lífið eftir Zidane. Nedved, Buffon og Thuram ættu að styrkja Juve verulega en hver á að taka við hlutverki Zidda. Sumir halda því fram að Rui Costa sé betri en það er fráleitt, það jafnast hreinlega enginn á við Frakkann snjalla. Juve var nálægt því að ná Roma á síðasta tímabili. Del Piero náði ekki að sýna sínar bestu hliðar en nú reynir verulega á hann. Vel kann að vera að hann verði látinn færa sig aftar öðru hverju til að skapa færi fyrir hina.en Nedved ætti að vera enn betri í tæklingunum. Miðjan er sterk því auk Tékkans eru þar þeir Zenoni, Tacchinardi og Zambrotta. Enzo Maresca er líka sterkur og Tudor sömuleiðis.
Marcelo Salas er kominn í sóknina í stað Inzaghi og þeir David Trezeguet og Nico Amoruso ættu að geta spriklað. Vörnin er geysisterk, sennilega sú öflugasta í deildinni og Buffon og Thuram verða ógurlegir.
Undirbúningsleikirnir hafa gengið misvel en þeir segja heldur ekki margt. Lippi hlýtur að stefna á titilinn og hann gæti tekið Scudettoinn.þeim hefur ekki gengið mjög vel það sem er af tímabilinu, eru í 6 sæti með 13 stig