Lucas Neill Lucas Edward Neill fæddist í Sydney, Ástralíu, þann 9. mars árið 1978. Neill ólst upp við Norðurstrendur Sydney. Hann fór svo í AIS (einhver gerð af íþrótta akademíu) á skólastyrk.

Ferill hans á Englandi byrjaði árið 1995 þegar hann gekk til liðs við Millwall eftir að hafa klárað AIS. Þegar á leið ferill hans hjá Millwall sáu allir að hann myndi fara í sterkara liðs, þar sem hann vakti mikla athygli liða í efstu deild. Hjá Millwall lék hann 146 leiki á um það bil sex tímabilum og skoraði í þeim 13 mörk, sem er held ég alveg ásættanlegt fyrir varnarmann. Árið 2001 fannst honum svo tímabært að fara sig um set og lagði inn beiðni um að vera settur á sölulista. Hann var þar ekki lengi þar sem Graeme Sounes þáverandi stjóri Blackburn Rovers keypti hann á 1 milljón punda, og hann vissi strax að þarna hafi hann gert mjög góð kaup.

Hann lék sinn fyrsta leik fyrir Blackburn þann 8.september 2001 gegn Sunderland og skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir Blackburn gegn Bolton. Hann getur leikið á öllum stöðum í vörninni en spilar þó mest í hægri bakverðinum, sem hefur verið hans eign síðan hann gekk til liðs við Blackburn. Hann er mikill baráttujaxl og harður í horn að taka og er mjög mikilvægur hlekkur í félagsliði sínu Blackburn og einnig Ástralska landsliðsins og ekki leið að löngu þar til hann fékk að taka við fyrirliðastöðu liðsins.

Neill hefur þó stundum verið talinn grófur og "dirty” leikmaður og náði að safna að sér óvinsældum hjá mörgum stuðningsmönnum Liverpool eftir að hann fótbraut Jamie Carragher tímabilið 2003/04, en í 2 leikjum gegn Liverpool sama árið fékk hann rautt spjald í báðum leikjunum. Þá upphóst mikið riflildi milli Gerard Houllier stjóra Liverpool og Graeme Souness stjóra Blackburn, þar sem Houllier vildi kenna Neill um þetta en Souness sagði þetta hafa ekki verið meiningin hjá honum að slasa Carragher. Hann lét það ekkert á sig fá og hélt áfram sínu striki, og spilaði 44 leiki fyrir Blackburn tímabilið eftir og skoraði eitt mark, en árið eftir það spilaði hann 42 leiki og skoraði 3.

Sumarið 2006 tók hann þátt í Heimsmeistarakeppninni fyrir hönd Ástralíu sem náðu mjög góðum árangri á mótinu en þeir komust alla leið í sextán liða úrslitin en þeir léku þar gegn Ítalíu en þeir töpuðu á frekar vafasamri vítaspyrnu sem Neill fékk einmitt á sig þegar Fabio Grosso leikmaður Ítala var kominn inní teiginn og Neill tæklaði fyrir framan hann og vildi dómarinn meina að boltinn hafi farið í hendina á Neill.

Skömmu eftir HM reyndi Rafael Benítez, stjóri Liverpool að kaupa hann frá Blackburn og Liverpool voru búnir að ná samkomulagi við Neill en áttu eftir að semja við Blackburn um kaupverðið. Talið var að það ætti að vera 2 milljónir punda + Stephen Warnock, en Benítez vildi ekki setja Warnock uppí verðið svo ekkert varð af þeim kaupum. Þó virðist Benitez ennþá hafa áhuga á þessum frábæra varnarmanni en hann verður samningslaus í sumar og vill ekki framlengja við Blackburn og gæti því verið falur fyrir lítinn pening ef að Blackburn vilja fá eitthvað útúr þessu. Ásamt Liverpool eru lið eins og West Ham, Newcastle, Chelsea, Barcelona og AC Milan öll með áhuga á honum og núna í dag sagði umboðsmaður hans að hann hafi fengið tilboð frá nokkrum liðum, á Englandi og úr öðrum löndum, svo spennandi verður að sjá hvert hann fari hvort sem það verður í janúar eða í sumar.


..btw senti þetta líka á Liverpool.is spjallið svo þetta er ekki ritstuldur :)
Hook - Ups