Will there ever be a boy born who can swim faster than a shark?
Vörnin hjá Man Utd.
Ég held með Liverpool og því er kannski skrítið að ég skuli vera að tala um þetta. Flestir United menn eru mjög blindir á galla núverandi varnar. Síðustu tveir leikir gegn Deportivo og Bolton hafa verið hræðilegir. Að svona ríkt félag skuli ekki geta boðið upp á betri varnarleik er brandari. Þarna er toppurinn, eða botninn öllu heldur, maður að nafni Wes Brown. Smá pressa og hann klúðrar öllu. Hann er einfaldlega alltof óreyndur í þetta. Blanc er nú heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þrátt fyrir lélegt gengi Lazio þá held ég nú samt að Jaap Stam sitji núna í sólinni á Ítalíu og hlæji. Blanc hefur nánast enga liðstjórnunarhæfileika og er orðinn alltof seinn. Dennis Irwin er orðinn of gamall í þetta. Þótt maðurinn sé hlaðinn reynslu þá er það einfaldlega ekki nóg þegar þolið og hraðinn eru ekki til staðar. Neville bræður eru kannski bestu kostirnir í stöðunni en eru samt ekki það besta sem völ er á í heiminum í dag. Mér hefur alltaf fundist Barthez ágætur en hann tekur heimskulegar ákvarðanir. Hann er of klaufskur. Allt sem er fyrir framan þennan brandara sem þið viljið kalla vörn er náttúrulega snilldarlið og ekkert yfir því að kvarta. Ef einhver er ósammála mér þá bendi ég honum á markatölu Man Utd.. Hún er skrítin. Ég man hana ekki í augnablikinu því miður. En ég ætti kannski ekkert að vera að segja um þetta. Á meðan að þetta helst svona þá verður ekki of mikið um bikara hjá þessu liði í vetur. Og ég veit að það eru margir United menn sem vildu heldur hafa vörnina hjá t.d. Leeds eða Liverpool.