Arsenal á toppinn
- Schmeichel skoraði
Arsneal komst í dag á topp ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að gera jafntefli gegn Blackburn, 3-3, á heimavelli. Arsenal hefur nú 18 stig líkt og Leeds sem á einn leik til góða, gegn Chelsea á morgun. Manchester United tapaði óvænt fyrir Bolton, 2-1, á heimavelli og missti því af möguleika á toppsætinu. Guðni Bergsson spilaði allan leikinn í vörninni hjá Bolton. Peter Schmeichel, markvörður Aston Villa, skoraði gegn Everton en það dugði ekki til og Robbie Fowler skoraði þrennu fyrir Liverpool sem vann botnlið Leicester.
Úrslit og markaskorarar:

Arsenal-Blackburn 3-3
0-1 Keith Gillespie (41.), 1-1 Robert Pires (48.), 2-1 Dennis Bergkamp (52.), 2-2 David Dunn (58.), 3-2 Thierry Henry (79.), 3-3 David Dunn (88.).

Derby-Charlton 1-1
1-0 Fabrizio Ravanelli (15.), 1-1 Jason Euell (73.).

Everton-Aston Villa 3-2
1-0 Steve Watson (30.), 2-0 Tomasz Radzinski (58.), 3-0 Thomas Gravesen (61.), 3-1 Mustapha Hadji (68.), 3-2 Peter Schmeichel (90.).

Leicester-Liverpool 1-4
0-1 Robbie Fowler (4.), 0-2 Sami Hyypia (11.), 0-3 Robbie Fowler (43.), 1-3 Dennis Wise (58.), 1-4 Robbie Fowler (90.).

Manchester United-Bolton 1-2
1-0 Juan Sebastian Veron (25.), 1-1 Kevin Nolan (35.), 1-2 Michael Ricketts (83.).

West Ham-Southampton 2-0
1-0 Freddie Kanoute (52.), 2-0 Freddie Kanoute (80.).