Þessi grein byrjaði sem svar við greinni Liverpool, peningarnir, England og fl. en svo var ég kominn með svo mikið efni og texta að ég ákvað að senda þetta inn sem grein.

Ég held með Arsenal og ég verð að segja að mér finnst miklu skárra að vera ekki í toppbaráttunni því við erum að byggja upp gott lið með klassa ungmennum eins og Toure (25 reyndar), Fabregas (19), Eboue(23), Clichy(21), Senderos(21), Walcott(17), Diaby(20), Persie(23), Flamini(22), Djourou(19), Bendtner(18) og fleiri heldur en að vinna titilinn með því að kaupa fullt af einhverjum 28-35 ára “stjörnum” sem margar eru svo bara útbrenndar eða eru ekki að standa sig þegar þeir eru ekki aðal kallinn í liðinu.

Miklu skemmtilegra að vinna fyrir titlinum eftir 1-3 ár með góða og trausta Arsenal heild heldur en að taka hann eins og maður sé að spila FM með peningasvindl. Það verður bara þeim mun meiri sætari sigur þegar við tökum titilinn með stæl og þessar peningapyngjur hafa engin svör.

Þess má til gamans geta að meðal aldur hópsins hjá Chelsea í síðasta leik liðsins á móti Newcastle á miðvikudag var 27 ár meðan meðal aldur hópsins Arsenal sem léku við Wigan á sama degi var 22,6 ár:

Hilario(31)
Carvalho(28)
Terry(26)
Cole(25)
Geremi(27)
Ballack(30)
Essien(24)
Lampard(28)
SWP(25)
Kalou(21)
Robben(22)
Drogba(28)
Bridge(26)
Sheva(30)
Hedman(33)
Makalele(33)
=
27 ár

Lehmann(37)
Eboue(23)
Toure(24)
Djourou(19)
Clichy(21)
Flamini(22)
Silva(30)
Ljungberg(28)
Walcott(17)
Babtista(25)
Adebayor(21)
Senderos(21)
Almunia(29)
Persie(23)
Hoyte(22)
Hleb(25)
Fagregas(19)
=
22,6 ár

Langaði bara að koma með þetta til að mála smá mynd af hvernig þetta er í dag.

Og til að svara greininni um Liverpool, peninga england og fl. þá finnst mér Liverpool ekki vera stórlið í dag. Þeir hafa ekki unnið neitt bitastætt í mörg ár fyrir utan CL og FA einu sinn(correct me if I'm wrong). Þá er ég ekki að tala um bara síðustu 2-3 tímabil eins og greinahöfundur. Hinsvegar finnst mér ódýrt að kalla Chelsea stórlið þó það sé erfitt að neita því, þar sem þeir hafa enga virðingu og enga sögu, ólíkt Man Utd, Liverpool & Arsenal. Að mínu mati er það að vera stórlið að eiga stórann stuðningsmannahóp, stórann leikvang, pening (frá tekjum), titlasögu og virðingu.

Liverpool er nálægt því að hafa þetta allt, þeir hafa virðingu, ágætis pening, góða sögu, stórann stuðningsmannahóp, góðann völl (mætti vera stærri fyrir lið af þessari gráðu, enda í plönunum að gera nýjann völl, en því miður hafa þeir ekki verið að taka nógu marga stóra titla undanfarinn áratug eða svo. Þó það sé öfundvert að vinna CL er það ekki nóg að mínu mati.

Chelsea hins vegar eiga mikinn pening, ágætlega stórann stuðningsmannahóp og ágætis völl. En hins vegar eiga þeir enga titlasögu og litla sem enga virðingu frá knattspyrnuheiminum. Það er allavega mitt álit. Sérstaklega með stjóra sem hellir sér yfir dómara, sem meðal annars varð til að einn dómarinn hætti vegna áreitis frá Chelsea stuðningsmönnum vegna ummæla Jose þjálfara. Svo vælir hann í fjölmiðlum yfir hinu og þessu, eins og “að þetta hafi ekki verið knattspyrnuleikur eftir að einn sinna manna var rekinn ranglega af velli”, “að sumir ættu heima í leikhúsi því þeir væru með svo mikil tilþrif”, svo er hann sjálfur með Drogba sem virðist ekki geta staðið í lappirnar þó hann fái borgað fyrir þig (og allgóða summu I might add). Það er þetta auk Rússans ríka og annarra hluta sem orsakar það að Chelsea fær ekki ekki þá virðingu sem önnur stórlið í Evrópu fá.

Seint myndi maður sjá menn eins og Frank Rijkaard, Alex Ferguson, Marcello Lippi, Arsene Wenger, Capello & Rafael Benitez haga sér svona illa í fjölmiðlum þó þeir séu nú engir englar.

Þetta eru mínar skoðanir og sjónarhorn á fótboltann eins og hann er og eins og hann er að þróast. Endilega komið með ykkar skoðanir á þessari þróun og greininni.

Takk fyrir mig.
“Thierry Henry er eins og vel slípaður sportbíll” - Hemmi Gunn, Arsenal vs. Juventus ‘05 -’06