Mig langar aðeins að tala um Liverpool, England og peninga.
Mér finnst einsog Liverpool sé ekki lengur talið í sama klassa og Chelsea og Man Utd. og mér þykir það skrítið.
Liðið hefur unnuð nokkra titla á síðustu árum, meðan United hafa unnið ekki fleirri en 1 og samt eru þeir alltaf taldir betri. Liverpool hafa líka ekki yfir svo miklum peningum úr að spila einsog Manchester og Chelsea sérstaklega. En það mun nú breytast á næstunni ef allt gengur eftir. 4 ríkasti maður heims ætlar að kaupa Liverpool ef mér skjátlast ekki og hefur sá maður mikinn metnað í því sem hann gerir. Frábær tíðindi fyrir Liverpool sem geta þá veit Chelsea og Man Utd. og fleirri ríkari liðum samkeppni um leikmenn.
En hvaða leikmenn ætti þá að kaupa?
Liðið er með frábæran markmann.
Góða varnamenn: Finnan- Hefur örugglega aldrei átt lélegan leik og stendur alltaf fyrir sínu.
Agger- Ungur og mjög efnilegur Dani.
Riise- Stendur einnig oftast/alltaf fyrir sínu.
Hyypia- Reynslubolti en fer að syngja sitt síðasta.
Jamie Carrahger- Einn alhliða varnarmaður Bretlands.
Paletta- Ungur og mjög efnilegur.
Frábæra Miðju:
Gerrard- Hvað þarf að segja, bestu miðjumaður heims! og vanmetinn líka, er alltaf á eftir Lampard i öllum kosningum sem mér finnst mjög skrítið.
Momo Sissoko- Efnilegur, ungur og feikilega duglegur. Hefur verið líkt við P. Viera.
Alonso- Frábær! Einar bestu sendingar heims koma frá þessum manni.
Kantarar: Hér vantar leikmenn til liverpool.
Pennant- Fínar sendingar en er ekki í Liverpool klassa.
Kewel- Frábær en alltaf meiddur. Menn alltaf að tala um að hann hafi ekki náð upp sama formi og hjá Leeds, en þar skjátlast mönnum, hann var feikilega góður á síðasta leiktímabili og tölfræðin ætti að sanna það.
Speedy Gonzales- Ungur, efnilegur en hefur ekki verið að skila neinu :/ .
Framherjar:
Kuyt- Frábær og ótrúlega duglegur.
Bellamy- Sá fljótasti og hefur hæfileikana.
Crouch- Vanmetinn en hefur verið feikilega góður og skorar grimmt, með Englandi og Liverpool.
______
Liverpool hafa augljóslega mjög góðan hóp og svo virðist sem allt sé að detta í gang hjá þeim, 8 í net. í tveimur leikjum.
En í sambandi við titla, og það sem ég sá hér í annari grein/þræði þá var verið að tala um titla og ég vil benda á að Liverpool hafa verið að taka fleirri og stærri titla en t.d. Manchester uppá síðkastið, en samt er talað um að Liverpool séu ekki nógu góðir.
Þeir unnu Meistaradeildina í fimmta skiptið 2005 og svo unnu þeir FA bikarinn 2006 og unnu supercup á meðan United hafa unnið… Ekkert nema LoosersCup einsog það er gjarnan kallað, eða CarlingCup einsog það heitir í alvörunni.
Þannig ég sé ekki hvað þeir eru alltaf taldir betri. En að peningamálunum.
Liverpool verður líklega keipt á næstunni og það af fjórða ríkasti manni heims, sem minnir dáldið á Chelsea nema Roman er 20 ríkasti.
Núna geta Liverpool farið að keppa við bæði Manchester og Chelsea og fleirri lið á leimannamarkaðnum en það hefur ekki verið hægt hingað til.
Manchester kaupir fá leikmenn en dýra á hverju sumri en Chelsea kaupa marga dýra menn. T.d. Keiptu Man. Utd. Rio á 30 mill. og Chelsea Ballack á eitthvað svipað, en Liverpool hafa aldrei farið svo hátt, en munurinn er þarna að Liverpool hafa keipt leikmenn sem skila eitthverju á lítinn pening þveröfugt við hin tvö. T.d. keiptu þeir Alonso á 10 milljónir og Sissoko á eitthvað enn minna og eru þetta tveir mjög góðir leikmenn sem eru alveg í sama klassa og Ballack og Carric(kann ekki að skrifa).
Mér finnst ekkert að því að Liverpool verði keipt og ég hlakka til framtíðarinnar, margir tala um að nú sé að skella á gullöld Man. Utd. ef mér skjátlast ekki en ég held að þessi Gullöld verði Liverpool meigin og meiga Liðin á Englandi fara að passa sig á Liverpool.
En þetta verður ekki lengra.
Y.N.W.A.