Ísland í 54.sæti FIFA listans Íslenska landsliðið fellur um tvö sæti á styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í dag. Liðinu hefur ekki gengið vel að undanförnu og fellur úr 52. sæti í það 54. Ef listinn er skoðaður út frá Evrópuþjóðum eingöngu er Ísland í 28. sæti. Frakkar eru í efsta sæti listans og eiga því besta landslið í heimi um þessar mundir. Brasilíumenn eru í öðru sætinu en þurfa að fara að passa sig því Argentínumenn eru alveg að fara að ná þeim. Þjóðverjar eru í fjórtánda sæti listans og falla um tvö sæti eins og Íslendingar.

1. Frakkland
2. Brasilía
3. Argentína
4. Ítalía
5. Portúgal +1
6. Spánn
7. Holland +1
8. Kólumbía -1
9. England
10. Tékkland +4
11. Mexíkó -1
11. Júgóslavía +2
13. Paragvæ -2
14. Þýskaland -2
15. Rúmenía
16. Króatía
17. Danmörk +1
18. Svíþjóð -1
19. USA
20. Írland +1



50. Israel -3
51. Búlgaría -3
52. Jamaica +2
53. Austurríki -3
54. ÍSLAND -2
55. Kína +4
56. Angola -1
57. Grikkland +2
58. Arabísku furstadæmin +8
59. Georgia
60. Ghana -3