Fyrstu kaup Leeds
Topplið Leeds United gerðist sín fyrstu kaup á þessu tímabili, en þeir hafa verið með alveg óbreytt lið frá því á seinustu leiktíð. Það virðist hafa berið árangur þar sem Leeds er ennþá taplaust á toppnum. Leeds sem keypti í gær vinstri kanntmanninn Seth Johnson frá Derby County. Kaupverðið er 7 milljónir punda en verða 9 milljónir punda þegar Johnson hefur leikið ákveðin fjölda leikja. Seth Johnson sem er 23 ára gamall englendingur á framtíðina fyrir sér og er verðandi landsliðsefni, og þar sem englendingar státa ekki að mörgum sterkum örfættum leikmönnum þá verður erfitt fyrir Sven Göran Ericson að líta framhjá Johnson.