Lokahóf KSÍ fór fram í gær. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði ÍA, var valinn bestur í karlaflokki og kemur það fáum á óvart. Markamaskínan Olga Færseth, KR, varð fyrir valinu í kvennaflokki. Grétar Rafn Steinsson, ÍA, og Dóra Stefánsdóttir, Val, voru valin efnilegustu leikmennirnir. Háttvísiverðlaunin komu í hlut Breiðabliks í kvennaflokki og Fylkis í karlaflokki auk þess sem Margrét Ákadóttir, Breiðabliki, var valin prúðasti leikmaður efstu deildar kvenna og Róbert Magnússon, FH, í karlaflokki. Kristinn Jakobsson, KR, var valinn besti dómarinn. Olga tók á móti öðrum verðlaunum þegar henni var afhentur gullskórinn fyrir að vera markahæst í efstu deild kvenna en hún skoraði alls 28 mörk í deildinni sl. sumar. Gullskórinn í karlaflokki kom í hlut Hjartar Hjartarsonar Skagamanns sem skoraði 15 mörk. Þá var Ólafur Þórðarsson þjálfari Íslandsmeistara ÍA valinn þjálfari ársins.
Lið ársins í karlaflokki:
Birkir Kristinsson, ÍBV
Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík
Gunnlaugur Jónsson, ÍA
Hlynur Stefánsson, ÍBV
Hilmar Björnsson, FH
Heimir Guðjónsson, FH
Ólafur Stígsson, Fylkir
Grétar Rafn Steinsson, ÍA
Sævar Þór Gíslason, Fylkir
Sinisa Kekic, Grindavík,
Hjörtur Hjartarson, ÍA,