Gunnlaugur Jónsson Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði ÍA, var valinn leikmaður ársins af gestum huga.is í X-2001 kosningunni sem lauk fyrir skömmu. Ég ákvað að rita niður smá grein um Gunnlaug varnarjaxl. Þessi leikmaður spilaði gríðarlega vel fyrir sitt lið í sumar og ég er nokkuð viss um að ÍA hefði ekki orðið Íslandsmeistari ef hann hefði ekki verið með liðinu. Reyndar spilaði hann svo vel í sumar að ég undrast að hann hafi ekki verið valinn í landsliðið, hann á allavega frekar heima þar en margir aðrir sem eru þar. Atli virðist bara vilja leikmenn sem spila í útlöndum og þá skiptir engu máli hvort þeir fái yfirhöfuð að spila eða sitja á bekknum. Hann var efstur í X-2001 hér á huga og kemur það engum á óvart, án efa besti leikmaður sumarsins. Hann var að sjálfsögðu valinn besti leikmaður meistaraflokks ÍA og fékk flest “M” hjá Morgunblaðinu, en fyrir það fékk hann þennan bikar sem hann heldur á á myndinni. Ég held að lokahóf KSÍ verði um helgina og er það nokkuð ljóst hver verður valinn bestur.

Gunnlaugur, sem er 27 ára, byrjaði að spila með meistaraflokki Skagamanna 1995 og varð fljótlega mikilvægur hlekkur í liðinu. Hann hefur aðeins skorað tvö mörk og leit það seinna dagsins ljós gegn Breiðabliki í sumar. Hann segist hafa mikinn áhuga á að spila í sterkari deild og ætlar að grípa gæsina ef hún gefst. Sögur hafa verið uppi um að Guðjón Þórðarsson og félagar í Stoke hafi áhuga á að fá Gunnlaug á Britannia. Gunnlaugur býr í Reykjavík og er í sambúð. Á gras.is var tekið viðtal við kappann og þar sýnir hann á sér hina hliðina. Ég tók nokkrar spurningar úr viðtalinu en ef þið viljið kíkja á það allt þá má finna það á www.gras.is.

<B> Besti skyndibitinn? </B>
“Tower borgarinn á KFC”

<B> Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki? </B>
“Já, frekar, hef undirbúninginn mjög svipaðan fyrir alla leiki. Er í sömu nærbuxum og sokkum í hverjum leik. Ef leikur tapast þá er fyrst hugsað um hvað fór úrskeiðis í undirbúningnum.”

<B> Besta bíómyndin? </B>
“Silence of the lambs”

<B> Kemst Ísland einhvern tímann á HM? </B>
“Já, ég lifi í voninni að það takist innan 12 ára, en það þarf gríðarlega heppni með riðil og spilamennskan fullkomlega að ganga upp.”

<B> Á Guðni Bergsson að vera í landsliðinu? </B>
“Nei, ekki upp úr þessu, það er aðeins einn leikur eftir í þessari undankeppni og næsta keppni byrjar ekki fyrr en eftir ár og þá reikna ég með að hans skór séu komnir uppá hillu”

<B> Erfiðasti andstæðingur? </B>
“Það var alltaf skemmtilegt að spila gegn Rikka Daða og hann var krefjandi sérstaklega í loftinu, Gummi Ben og Bjarki með Einsa og Sissa á köntunum með KR ´99 er erfiðasta sóknarlína sem ég hef glímt við. Gríska tröllið Kacklamanus sem spilaði með Gent í fyrra var einnig mjög erfiður og fór ansi illa með mig.”

<B> Hvar sérðu þig eftir 15 ár? </B>
“Þá verð ég “freelance” knattspyrnuspekulant, með þáttinn “Spekingar spjalla” á SÝN einu sinni í viku…”

<B> Grófasti leikmaður deildarinnar? </B>
Þórhallur Hinriksson.



Ég þakka gras.is og Mogganum fyrir upplýsingarnar sem ég rændi frá þeim.