Liverpool féll óvænt úr leik í Worthington bikarnum í Englandi í gær þegar þeir lágu heima fyrir 1. deildarliðinu Grimsby 1-2. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma. Eftir 10 mínútur í framleingingunni fékk Liverpool víti og skoraði Gary McAllister úr spyrnunni. Á 8. mínútu síðari hálfleiks náði hins vegar varnarmaðurinn Marlon Broomes að jafna leikinn fyrir Grimsby og á síðustu mínútu leiksins skoraði Phil Jevons sigurmarkið fyrir Grimsby og sendi þar með Liverpool út úr keppninni.
Phil Jevons æfði með Liverpool þegar hann var strákur en flutti yfir í Everton eftir að honum hafði verið sagt, þegar hann var 13 ára gammall, að hann væri einfaldlega ekki nógu góður. Fannst honum því markið sem hann skoraði draumi líkast.

Annað merkilegt sem gerðist í bikarkeppninni var að Eiður Smári skoraði fyrra mark Chelsea í 0-2 útisigri þeirra gegn Coventry. Auk þess sigraði Leeds Leicester 6-0 á heimavelli Leicester. Arnar Gunnlaugsson var í leikmannahópi Leicester en kom ekkert inná.

Þessi Liverpool leikur í bikarnum finnst mér persónulega sýna fram á að þessi fáránlega regla um gullmark sé ekki sniðug. Ég persónulega er mikið á móti henni. Það sýnir sig í leikjum sem þessum þar sem Liverpool kemst yfir í byrjun framlengingar, og ef gullmarksreglan hefði verið í gildi hefðu þeir verið búnir að vinna, en Grimsby nær að koma til baka og vinna leikinn. Það eyðileggur oft leikinn þegar annað liðið nær að grísa inn einu gullmarki(svipað og Oliver Bierhoff gerði svo viðbjóðslega í EM '96 minnir mig). Mér finnst að hitt liðið eigi alltaf að fá séns á að jafna leikinn aftur. Ég skil ekki ástæðuna fyrir þessari reglu og mér finnst hún algerlega óþörf. Hvað með ykkur?