
En þá að herbúðum Fylkis, að sögn Kjartans Daníelssonar, framkvæmdastjóra félagsins, fer eitthvað að gerast í þjálfaramálum í Árbænum í vikunni. Heyrst hefur að Aðalsteinn Víglundsson sé efstur á óskalista félagsins. Varðandi leikmannamálin hjá Fylki er ljóst að ekki verður samið við Trinidadmanninn Errol Eddison McFarlane, sem farinn er til síns heima. Alexander Högnason ætlar að hætta og Ólafur Ingi Skúlason er á förum til Arsenal. Þó eru líkur taldar á því að hann verði lánaður frá London í Árbæinn á næstu leiktíð. Þó er ljóst að bikarmeistararnir hafa orðið fyrir blóðtöku og slæmt mál fyrir þá að missa Sverrir og fá ekki Eyjólf. En Fylkismenn hafa væntanlega ráð undir rifi hverju og verður spennandi að sjá hvað þeir gera í sínum málum.