Dönsk blöð og vefsíður eru ekkert að spara sig í því að hrósa danska landsliðinu eftir 6-0 burstið á Íslendingum. Danska liðið sýndi að það eigi skilið að komast í lokakeppni HM á næsta ári og sé einfaldlega á heimsmælikvarða. Við þetta tækifæri er rifjaður upp 14-2 sigurleikur Dana gegn Íslendingum fyrir 34 árum og er þessi sigur ekki talinn minni. Lítið er talað um frammistöðu Íslenska liðsins í dönskum miðlum en við vitum það öll hver hún var. Liðið gat einfaldlega ekki rassgat og þarf KSÍ að fara að pæla í því hvort einhverjar breytingar þurfi að gera. Liðið tapar 3-0 fyrir Norður-Írum og svo 6-0 fyrir Dönum.
Morten Olsen landsliðsþjálfari Dana segir að leikmenn sínir hafi einfaldlega sýnt frábæran leik. Hann segir að íslenska liðið sé sterkt og vel skipulagt en sínir leikmenn hafi einfaldlega slegið þá út af laginu. Vel skipulagt? Er lið sam tapar tveimur leikjum 9-0 vel skipulagt? Ég bara spyr. Atli Eðvaldsson er með lausan samning og finnst mér að Eggert Magnússon og félagar hans eigi að hugsa sig mjög vel um áður en nýr samningur verður boðinn. Ég hlakka ekki til að sjá næsta FIFA lista og sjá hvað við föllum um mörg sæti. Þessi leikur var einfaldlega niðurlæging fyrir íslenska knattspyrnu. Ég hefði getað sætt mig við 1-0 eða 2-0, en 6-0 er nú fullmikið.