
Morten Olsen landsliðsþjálfari Dana segir að leikmenn sínir hafi einfaldlega sýnt frábæran leik. Hann segir að íslenska liðið sé sterkt og vel skipulagt en sínir leikmenn hafi einfaldlega slegið þá út af laginu. Vel skipulagt? Er lið sam tapar tveimur leikjum 9-0 vel skipulagt? Ég bara spyr. Atli Eðvaldsson er með lausan samning og finnst mér að Eggert Magnússon og félagar hans eigi að hugsa sig mjög vel um áður en nýr samningur verður boðinn. Ég hlakka ekki til að sjá næsta FIFA lista og sjá hvað við föllum um mörg sæti. Þessi leikur var einfaldlega niðurlæging fyrir íslenska knattspyrnu. Ég hefði getað sætt mig við 1-0 eða 2-0, en 6-0 er nú fullmikið.