Íslenska landsliðið átti eitt færi í öllum leiknum á 80. mínútu þegar Andri Sigþórsson skaut yfir markið einn á móti markverði Dana efir fallegt samspil við Eið Smára. Annars spiluðu íslenska liðið skammarlegan fótbolta. Það er alveg ótrúlegt að þetta sé sama lið og vann Tékka 3-1 fyrir mánuði síðan.
Þetta var lélegasti leikur sem íslenska liðið hefur spilað lengi og leikmennirnir voru sjálfum sér og þjóðinni til algjörrar skammar! Þessi leikur og leikurinn á móti Norður Írum hafa verðið ömurlegir, markatalan 9-0 í tveimur leikjum. Algjörlega sorglegt!
Hér áður fyrr spiluðu Íslendingar bara vörn og beittu skyndisóknum með ágætum árangri. En nú getur liðið það ekki einu sinni, hvernig ætla þeir þá eiginlega að vinna leiki þegar vörnin er eins og gatasigti. Nú hlýtur það að vera krafa á Atla að segi af sér stöðu landsliðsþjálfara starfinu. Þetta gengur ekki lengur!
kveðja,