
A-landsliðið leikur gegn Dönum á Parken í kvöld og hefst bein útsending á Sýn kl.17:45. Leikurinn er mikilvægur fyrir frændur okkar Dani sem geta tryggt sér sæti á HM. Leikurinn er kveðjuleikur Eyjólfs Sverrissonar (33) sem hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna “Þetta er stórleikur og ég ætla að hafa gaman af því að taka þátt í honum. Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið frá þjóðinni.” sagði Eyjólfur í viðtali við mbl.is. Byrjunarlið Íslands hefur verið tilkynnt og vekur athygli að Marel Baldvinsson er í byrjunarliðinu. Fjórar breytingar eru á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Norður-Írum. Lárus Orri, Rúnar Kristinsson, Brynjar Björn og Marel koma inn í byrjunarliðið í stað Auðuns, Arnars Þórs, Helga og Andra.