Willum Þór Þórsson verður næsti þjálfari meistaraflokks KR samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Í 19>20 í gær var talað um að fyrrum landsliðsþjálfari Finna væri hugsanlega að taka við stjórninni hjá liðinu en Finninn er víst ekki áhugasamur. Einnig hefur nafn Bjarna Jóhannssonar þjálfara Fylkis verið í umræðunni en líklegt er talið að hann muni skrifa undir nýjan samning við Fylkismenn á allra næstu dögum. Mikill vilji er víst hjá stjórn KR að ráða Willum og eru sögur í gangi frá innsta hring að hann verði kynntur á morgun sem næsti þjálfari KR.

Leifur Grímsson, framkvæmdastjóri KR-sport, vildi játa þessum orðrómi né neita. Willum hefur undanfarin tvö ár stýrt liði Hauka með frábærum árangri en liðið hefur klifrað upp um tvær deildir undir hans stjórn og leikur í næst-efstu deild næsta sumar. Willum hefur aldrei leynt því að hann er mikill KR-ingur og hefur spilað handbolta og fótbolta hjá liðinu.