Dómaraskandall
Hvað er eiginlega í gangi með dómaranna í Enska boltanum um þessar mundir. Manni hreinlega bregður í brún að horfa á allan þennan aragrúa af rauðuspjöldum og heimskulegum dómum enda gerir aganefndin ekki annað en að afturkalla rauð spjöld. Yfirleitt segir maður að þetta sé hluti af leiknum og að dómarar séu mannlegir en öllu má nú ofgera. Þessir röngu dómar hafa meðal annars kostað einn þjálfara starfið eins og flestir sáu í leik Leicester um helgina þegar Lewis var rekin útaf. Það hefur núna verið aftur kallað sem og rauðaspjaldið sem Hasselbaink fékk gegn Arsenal. Ég fagna því að aganefndin hefur tekið vel í það að dæma menn í leikbann eftir að hafa skoðað myndir úr leiknum. Þetta er skref fram á við og vonandi fara dómarar að taka sig saman í andlitinu.