Eitthvað lið í Símadeildinni gæti dottið í lukkupottinn og fengið Bjarna Jóhannsson, Eyjólf Sverrisson og Sverri Sverrisson í einum pakka. Bjarni, þjálfari bikarmeistara Fylkis, er með lausan samning og er því frjálst að semja við hvaða lið sem er. Vitað er af áhuga Fylkismanna á að endurnýja samninginn við hann og svo hafa KR-ingar einnig mikinn áhuga á honum og verður því gaman að sjá hvað Bjarni gerir.
Hinn margreyndi leikmaður Fylkis, Sverrir Sverrisson, er einnig með lausan samning við Fylki og er talið að hann muni elta Bjarna ef hann ákveður að færa sig til. Í þessum frábæra pakk er líka landsliðsfyrirliðinn Eyjólfur Sverrisson sem hefur áhuga á að spila á Íslandi næsta sumar og þá með sama félagi og bróðir hans, Sverrir. Það er ekki hægt að segja annað en að þessi pakki sé glæsilegur. Þetta veltur allt á því hvað Bjarni gerir…
(Sá þetta á gras.is)