Jæja ég hef verið að bíða eftir því að einhver sendi svona grein og núna loksins hef ég ákveðið að senda hana bara sjálfur inn. Ég reyni að vera ekki að niðurlægja lið sem mér er illa við.
p.s.
skil alveg ef þið nennið ekki að lesa þetta en skoðið nú allavegana ykkar uppáhaldslið.
Arsenal
Jens Lehmann. Hann var góðu á hm en á það til að gera soldið mikið af mistökum. Og er orðinn soldið aldraður. Minnir mig soldið á dudek.
Abou Diaby. Aðeins 20 ára gamall og góður leikmaður. Vann em með undir 19 ára landsliði frakklands. Hefur aðeins skorað eitt mark fyrir Arsenal í 16 leikjum.
Fransesc Fabregas. Frábær spænskur miðjumaður, ungur og efnilegur og nú þegar kominn í landsliðshóp spánar. Hefur skorað 11 mörk í 104 leikjum fyrir Arsenal.
Kolo Toure. Þessi kappi kemur frá Fílabeinsströndinni og er mjög öruggur varnarmaður. Ég veit ekki afhverju en ég fíla marga afríska leikmenn og þ.á.m. þessi. 6 mörk í 195 leikjum fyrir Arsenal.
Philippe Sanderos. Þessi er einnig 20 ára og er mjög góur og ég hlakka til að sjá hann spila í framtíðinni. 2 mörk í 58 leikjum fyrir Arsenal.
Tomas Rosicky. Góður og reyndur leikmaður og hefur átt mörg góð tímabil á ferlinum. Hefur spilað 3 leiki fyrir Arsenal og ekkert skorað.
héðan í frá skrifa ég mörkin sonna 7/78-sjö mörk í sjötíu og átta leikjum.
Fredrick Ljungberg. Þessi sænksa stórstjarna semer bæði þekktur fyrir góða knattspyrnu og nærfataaugýsingar. Hann er klassi þessi. 71/303
William Gallas. Að mínu mati einn besti varnarmaður heimi. Ég vorkenni chelsea yfir að hafa misst hann frá sér. 0/1
Robin Van Persie. Hann er góður leikmaður og nokkuð ungur (23) og ég held að hann eigi góða framtíð. 23/84
Julio Baptista. Eina orðið sem ég fann til að lýsa honum er góður. 0/1
Lauren. Þótt ég fíli marga afríska leikmenn hefur mér aldrei líkað við þennan og ég held að hann eigi ekki framtíð með stórliði. 9/228
Alexander Hleb. Frekar ungur og frá Hvíta-rússlandi þetta var undirstrikað því hann er ábyggilega eini góði leikmaður frá þessu landi. 3/45
Thierry Henry. Óeigingjarn sóknarmaður sem klárar færin mjög vel. Hann er fæddur til að skora mörk og leikmenn taka því sem hrósi að vera líkt við hann. 215/347
Denilson. er ungstyrni og fyrirliði enska undir 19 landsliðsins og á eftir að vera frábær og á án efa góða framtíð framundan. 0/0
Mathieu Ramini. Stöðugur miðjumaður og hefur þegar skorað mark á þessu tímabili. 2/85
Gilberto Silva. Þetta er leikmaður sem hefur upplifað allt og á hrós skilið fyrir frammistöðu sína með arsenal og öðrum félagsliðum og brasilíska landsliðinu. 13/165
Johan Djourou. ungur og góðu.. hefur spilað alla fimm leikina á tímabilinu og er bara framtíðar stjarna. 0/20
Gael Clichy. Enn einn franskur leikmaður Arsenal… hann er góður og bara 21 árs. 0/56
Manuel Almunia. Spænskur markmaður sem skiptist á leikjum við lehmann.
E. Adebayor. Einn af uppáhalds afrísku leikmönnum mínum og góður sókanrmaður sem klárar færin. 4/18
Emmanuel Booue. Enn einn afríski leikmaðurinn sem lofar góðu. 1/40
Sebastian Larsson. Næsti Ljungberg? 0/12
Jeremie Aliadiere. Franskur sóknarmaður… Spilar samt ekkert voðalega mikið. 5/29
Justin Hoyte. Framtíðar varnarmaður fra Englandi. Spurningin er hvort hann nái að stimpla sig inn. 0/21
Theo Walcott. Mjög hraður leikmaður sem skapar spennu í leikinn. Var valinn í Landsliðið og var það mjög umdeilt. 0/3
Leikmönnum sleppt: Bendter, Matthew Connoly, Kerrea Gilbert, Lupoli, Muamba og Stokes… þekki þessa leikmenn eiginlega ekkert eða hef bara ekkert um þá að segja.
Chelsea
hérna aflaði ég ekki upplýsingum um mörk og leiki á þessu tímabili og ég biðst velvirðingar á því.
Petr Cech. Tékknenskur markmaður og er einn besti markmaður heimsins í dag.
Glen Johnson. Frekar ungur Enskur bakvörður hef aldrei haft mikið álit á honum en hann er fínn. 4/79
Claude Makelele. Klassa leikmaður hefur spilað með nokkrum af bestu liðum heims er orðinn soldið gamall en samt frábær leikmaður og nafni hans verður ekki gleymt bráðlega. 1/144
Michael Essien. Ein helsta stjarna Ghana á Hm og hann spilar mjög góðan bolta. einn af mínum uppáhalds afrísku leikmönnum. 2/47
Ricardo Carvalho. Portúgalskur varnarmaður sem var heldur ofmetinn þegar hann var keyptur til Chelsea.4/79
Andryi Shevchenko. Þetta er sóknarmaður sem kann að skapa færi og skora honum er gjarnan líkt við Henry.
Frank Lampard. Góður miðjumaður sem kann sko aldeilis að skora og leggja upp. 69/282
Khalid Boulharouz. Því miður veit ég ekki neitt um þennan leikmann…:(
Joe Cole. Góður leikmaður sem önnur lið hafa langað í lengi… stóðst ekki væntingar sem voru gerðar þegar hann var yngri. 22/195
Didier Drogba. Góður sóknarmaður sem hefur staðið sig frábærlega með Chelsea og enn betur með landsliði sínu. 16/52
Ashley Cole. Ný og góð viðbæting í liðið hefur sannað sig með Arsenal og Enska landsliðinu.
John Obi Mikel. Góður og efnilegur leikmaður sem ætti að geta sannað sig bráðum en ég er óviss um að hann stimpli sig inn í ensku deildina.
Michael Ballack. Góður miðjumaður talinn einn bestu miðjumaður í heimi. Hefur spilað vel með Fc Bayern Munich og þýska landsliðinu en spurningin er spilar hann vel með chelsea?
Geremi. Hann hefur verið útilokaður af öðrum miðjumönnum Chelsea en stóð sig glampandi vel með Madrid. 1/76
Arjen Robben. Góðu kantmaður sem sóknarmaður og var einn efnilegasti leikmaður heims árið 2004. 9/39
Wayne Bridge. Góðu varnarmaður sem varð kannski ekki jafngóður og hann átti aðverða en hann er nokkuð góður. 3/78
Lassana Diarra. Ferkar sókndjarfur ungur miðjumaður sem á ábyggilega eftir að standa sig vel í framtíðinni.
Paulo Ferreira. Klassa bakvörður þvílíkt öflugur og bír til mörg færi frá grunni. 0/44
Salomon Kalou. Efnilegur hálfafrískur sóknarmaður, Bróði bonaventure Kalou.
Carlo Cudicini. Ítalskur markmaður sem var góður en er það ekki legur að mínu mati enda frekar gamall.
Short:P Wrigt-Phillips. Góður og hraður leikmaður sem hressir vel uppá leikinn og er endalaust að vinna vel og skapa færi. Því miður gat ég ekki aflað upplýsingum um feril hans hjá chelsea og biðst afsökunnar á því.
John Terry. Sterkur og traustur varnarmaður. Fyrirliði chelsea og enska landsliðsins og ómissandi leikmaður fyrir chelsea.
Liverpool
Jerzy Dudek. Góður markmaður yfir höfuð þótt hann sé mjög klaufskur átti t.d. frábæran leik í úrslitum meistaradeildarinar 2004/2005.
Steve Finnan. Mjög góðu bakvörður sem bíður sig vel upp kantinn og spilar í samvinnu við kantleikmenn.
Sami Hyypia. Mjög góður varnarmaður með frábæran haus (fyrir skalla meina ég) en fólk hefur haft áhyggjur á því að hann sé að missa niður hraðann.
Daniel Agger. Ungur, efnilegur og mjög góður varnarmaður stóð sig vel í danmörku og hefur verið góður með liverpool líka.
John Arne Riise. Þessi bakvörður hefur allan bakvarðarpakkann. Hann er hraður, með góðar sendingar og fyrirgjafir og frábæran skotfót.
Harry Kewell. Góður Ástralskur kantmaður sem hefur átt frábæran feril. Var geðveikt góður með Leeds á sínum tíma en hafur ekki “fundið sig” með Liverpool.
Steven Gerrard. Að mínu mat besti leikmaður deildarinnar og með bestu í heimi hann hafur allann pakkann. Góð skot, góð langskot, góðar sendingar, góðar langar sendingar, hann hleypur hratt, vinnur vel, hefur gott þol, er frábær leiðtogi og ég gæti haldið áfram endalaust.
Robbie Fowler. Hér er eitt nafn sem allir ættu að þekkja, var á sínum tíma einn besti leikmaður heims en verður að sætta sig við góður nú til dags.
Luis Garcia. Góður kantmaður sem klárar flest færi sín vel og býr til mjög mörg færi og spilar yfir höfuð góðan bolta.
Mark Gonsalez. Hraður og efnilegur Chileskur leikmaður. Hlakka til að sjá hann núna og í framtíðinni.
Fabio Aurelio. Mjög góður vinstri bakvörður og kantur. hraður og með rosaleg skot. Nú verður Riise að passa sig.
Xabi Alonso. Frábær leikmaður sem var aðeins lítt þekktur þegar Benítez keypti hann. Hann vinnur mjög vel og á ábyggilega bestu sendingarnar í deildinni.
Peter Crouch. Hér erum við að tala umóvenjulegan leikmann. Klárar vel, er mjög hægur, frábær skallamaður. Gaman að fylgjast með honum þegar hann stendur sig vel. en maður vill að honum sé skipt útaf þegar hann stendur sig ílla. Einn umdeildasti leikmaður enska landsliðsins þótt hann sé með besta markhlutfallið í sögu enska landsliðsins.
Jermaine Pennant. Hraður leikmaður sem á góðar fyrirgjafir átti til dæmis flestar stóðsendingar í ensku deildinni í fyrra.
Craig Bellamy. Hraður og sniðugur og veit vel hvað hann er að gera. Oft rangstæður og mjög skapvondur. Sóknarmenn liverpool eru þekktir fyir að vera gagngrýndir en eina ástæðan fyrir gangrýnum á þessum er það að hann sé með lítinn háls (grow up people).
Dirk Kuyt. Góður klárari og hefur sínt sínar bestu hliðir með hollenska landsliðinu og Feyenoord og hefur átt góða leiki með liverpool líka.
Mohamed (momo) Sissoko. Ábyggilega efnilegasti miðjumaður deildarinnar… gjarnan líkt við Viera. Kallaður köngulóin því hann vinnur boltann mjög oft. Gallar hans eru frekar lélegar sendingar og óþarfa tæklingar.
Jamie Carragher. Hann er einn af þessum “mental” gaurum og er líka svona “all arounder” spilar allar varnarstöður (og gerir það vel) og er með bestu varnarmönnum enska landsliðsins.
Jose (Pepe) Reina. Frábær markmaður sem spilar mjög vel. er í spænska landsliðinu en á það til að vera mjög klaufskur. Fékk fæst mörk á sig af öllum markmönnum í ensku deildinni (þá er ég að meina af þeim sem spiluðu eitthvað).
Paul Anderson. Ásamt Sissoko Einn efnilegasti miðjumaðurinn í deildinni. Spilaði frábærlega í pre-season en hefur ekki spilað síðan.
Stephen Warnock. Einn af þessum leikmönnum sem Hollier Nældi í sem áttu að verða bestu leikmenn deildarinnar en urðu hrikalega misheppnaðir.
Gabriel Paletta. Hérna er mjög efnilegur varnarmaður sem á eftir að glansa á framtíðinni. keyptur frá Banfield og mun núna spila á Anfield. Hahahaha Orðagrín grín aðf orðum.
Boudewijn Zenden. Hérna er annar svona leikmaður sem Benítez er að geaf svona “second Chance” og þessi hefur nýtt þennan séns ágætlega og fær gjarnan að spila.
Craig Linfield. Góður og efnilegur sóknarmaður sem er ekki búist við að verði eitthvað frábær en hann verður án efa góður.
Leikmönnum sleppt: Danny Guthrie, Adam Hammil, Lee Peltier og Stephen Darby vegna fárra upplýsinga.
Manchester United
Phillip Bardsley. Átti að verða frábær en stóðst ekki alveg væntingar en samt er hann alveg góður.
David Bellion. Meðalgóður meðalgamall leikmaður… meðalmaður.
Eric Djemba-Djemba. Hefur ekki fengið sénsa til að spila og því rættist ekki alveg úr honum en samt klassa leikmaður.
Christofer Eagles. Annar leikmaður sem stóðst ekki væntingar… kæmi mér ekki á óvart ef hann endaði í fyrstu deildinni.
Silvian Ebanks-Blake. Því miður þekki ég bara alla frægustu leikmenn manchester og langar ekki að segja að annar leikmaður hafi ekki staðist væntingar.
Rio Ferdinand. Varnarmaður með stóru V-i átti í einhverjum vandræðum með meiðsli og svo missti hanaf lyfjaprófi.
Ricardo Lopez Filepe. Ég held að hann sé þarna því að flsestir aðrir markmenn manchester eru farnir í burtu eða bara á lán. Það er nú bara mín skoðun.
Darren Fletcher. Flestir þjálfarar finna leikmenn sem koma frá sama landi þeir sjálfir og þessi er gott dæmi um það. Hann er mjög góður (allavega meðað við skoskan leikmenn)
Ryan Giggs. Hraði, Góðar fyrirgjaðir, góð skot, vinnumikill, góðar tæklingar þessi orð lýsa þessum stórskemmtilega leikmanni.
Gabriel Heinze. Argentínskur snillingur sem spila góðan og þéttan bolta og er tengilður miðvarða og kjantamanna.
Jose Pereira Kléberson. Brazilískur leikmaður sem varð “spoiled” við að fá ekki að spila.
Liam Miller. Einn af þessum meðalhundum sem spilar reyndar skemmtilegan blta þótt hann spili kannksi ekki mikinn bolta.
Daniel Nardiello. Rættist ekki réttileg úr honum en samt klassa sóknarmaður
Neville-bróðirinn sem er enn hjá manchester. biðst velvirðingar ég hef soldið skakkar heimildir um þetta lið og man ekki hvor þeirra það var sem fór.
Hann er góður fyrirliði og leiðir liðið vel. hefur verið í manchester alla ævi. einn af þessum traustu manchester leimönnum sem kveðja aldrei.
Park Ji-Sung. Ábyggilega besti asíumaðurinn í knattspyrnu í dag. keyrir sóknir áfram og mjög traustur og með góðar sendingar.
Cristiano Ronaldo. Ég hef tekið þá ákvörðun að sleppa því að skrifa um hann vegna óíþróttamannsegrar hegðunar og ég bið ykkur að sýna þroska og láta þetta ekki fara í taugarnar á ykkur… en endilega skrifið um hann í álit.
Wayne Rooney (Roonaldo). Þessi leikmaður er allur pakkinn. Harður, hraður, góður klárari það er ekki hægt að rífast um það en hann er líka mjög viljaharður, og reiður leikmaður.
Giuseppe Rossi. Efnilegur bandaríksur sóknar maður. er eftir að sýna skemmtilega hluti í framtíðinni.
Louis Saha. Góður franskur Sóknarmaður auðvelt að treysta á hann. hann er sífellt að fá hugmyndir og hugsa útleikinn og stofna þannig stórhættulegar sóknir.
Paul Scholes. Þessi er einn af þessum leikmönnum sem hefur allann pakkann… ég held að ég sé búinn að útskýra hvað ég meina með því nógu oft.
Mikael Silvestre. Franskur varnarsnilli spilar með landsliðiu og stendur sig aldrei neitt illa.
Alan Smith. Ég fattaði ekki alveg þesi keup… hann er góður og allt þetta en þetta var þegar manchester var að fyllast af sóknarmönnum. hann meiddist fljótt og ekki er algengt að hann spili en samt er hann góður og svona “classic” leikmaður.
Ole Gunnar Solskjær. Meiddist í þrjú ár og er nú að ná sér á srik og hefur Þegar skorað dassaf mörkum.
Vegna skakkra heimilda var mörgum manchester leikmeönnum sleppt og ég biðst afsökunnar á því… endilega bætiði leikmönnum og umfjöllun með.
Ég vil benda á það að þetta er margra daga vinna og mér finnst ég ekki eiga skilið eitthhvað skítakast. ef ykkur finnst eitthvað vitlaust eða skrítið eða einhver vantar bætiði því bara við með áliti frekar en að vera að nöldra eitthvað.