Fylkir bikarmeistari 2001 Leikmenn Fylkis urðu bikarmeistarar í gær með sigri á KA í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Þetta er fyrsti stóri bikar Fylkis og tryggir hann þeim sæti í Evrópukeppni félagsliða á næstu leiktíð. www.mbl.is var með beina lýsingu á netinu og hér fáið þið að sjá hvað var um að vera í gær:

Mín - Atvik
1 - Bikarúrslitaleikurinn er hafinn.
5 - Fylkismenn sækja meira í upphafi leiks, en hafa ekki skapað sér gott færi enn sem komið er.
7 - Finnur Kolbeinsson fyrirliði Fylkis átti frábært skot af löngu færi sem Árni Skaftason markvörður KA varði í stöngina.
7 - Fylkir fær hornspyrnu eftir mikinn atgang í teig KA.
11 - Árni Skaftason ver skot frá Steingrími Jóhannessyni úr vítateignum vinstra megin.
15 - Sævar Gíslason komst aftur fyrir bakvörðinn en tókst ekki að komast í skotstöðu í vítateignum og færið rann út í sandinn.
22 - Sævar Þór Gíslason liggur á vellinum eftir samstuð við Ásgeir Ásgeirsson.
23 - Sævar er kominn inn á að nýju.
24 - Dean Martin tekur hornspyrnu fyrir KA en Kjartan grípur fyrirgjöfina.
34 - Gunnar Þór Pétursson skaut að marki en varnarmenn KA bjarga.
35 - Fylkir 0-1 KA, Akureyringar hafa tekið forystu í leiknum. Hreinn Hringsson skorar fyrsta mark leiksins með skalla eftir fyrirgjöf frá Dean Martin.
44 - Varnarmenn Fylkis bjarga eftir góða rispu frá Dean Martin.
46 - Síðari hálfleikur er hafinn.
49 - Fylkir 1-1 KA, Fylkir hefur jafnað leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks. Það var Sverrir Sverrisson sem skallaði í markið eftir aukaspyrnu Ólafs Stígssonar.
52 - Kjartan ver skalla frá Þorvaldi Makan.
57 - Gylfi Orrason dæmir vítaspyrnu á Kjartan Sturluson en hann virðist hafa brugðið Þorvaldi Makan.
57 - Fylkir 1-2 KA, Hreinn Hringsson tekur vítið og skorar af miklu öryggi.
64 - Bjarni Jóhannsson tekur Steingrím af velli og Kristinn Tómasson kemur í hans stað.
65 - Ólafur Stígsson með hörkuskot fram hjá marki KA.
70 - Þórhallur Dan Jóhannsson náði boltanum af Hreini sem var um það bil að sleppa inn fyrir vörn Fylkis.
71 - Pétur Björn Jónsson kemur inn á í lið Fylkis, í stað Theódórs Óskarssonar.
72 - Fylkir 2-2 KA, Ólafur Stígsson hefur jafnað leikinn fyrir Fylki með skalla eftir hornspyrnu Finns.
74 - Ólafur Stígsson skaut yfir mark KA úr algjöru dauðafæri.
78 - Alexander Högnason skorar fyrir Fylki en Gylfi dæmir markið af vegna peysutogs Kristinns Tómassonar.
84 - Hreinn átti hörkuskot fyrir utan vítateig en fram hjá marki Fylkis..
87 - Þrumuskot frá Ólafi Stígs hafnar í Steingrími Eiðssyni.
88 - Hreinn Hringsson skaut boltanum fram hjá í dauðafæri, eftir að Þorvaldur Makan vann boltann í vítateig Fylkis.
90 - Árni Skaftason varði frá Finni í dauðafæri eftir að Árni missti boltann frá sér.
93 - Gylfi flautar til loka venjulegs leiktíma, og nú þarf að framlengja.
91 - Framlengingin er hafin.
97 - Hreiðar Bjarnson kemur inn á í lið Fylkis og Alexander Högnason kemur af leikvelli.
105 - Hálfleikur í framlenginu.
106 - Hlynur Jóhannsson kemur inn á lið KA í stað Ásgeirs Ásgeirssonar.
113 - Árni bjargar með góðu úthlaupi er Pétur virtist vera að sleppa í gegn.
117 - Martin reyndi skot en af varnarmanni fer boltinn út af og í horn.
120 - Gylfi Orrason hefur flautað til loka framlengingar og því ljóst að úrslit í Coca Cola bikarkeppni KSÍ árið 2001 ráðast í vítaspyrnukeppni.

Vítaspyrnukeppnin:
1-0 Sverrir Sverrisson skorar úr fyrstu spyrnu Fylkis
1-1 Hreinn Hringsson jafnar fyrir KA
2-1 Pétur Björn Jónsson skorar fyrir Fylki
2-2 Hlynur Jóhannsson skorar með því að senda Kjartan í vitlaust horn
3-2 Hreiðar Bjarnason skorar örugglega úr þriðja víti Fylkis.
3-3 Kristján Sigurðsson jafnar leikinn en Kjartan fór í rétt horn.
4-3 Gunnar Þór Pétursson klúðrar víti en Gylfi lætur taka spyrnuna á ný. Gunnar Þór reynir því aftur og nú skorar hann.
4-4 Kjartan ver frá þjálfara KA, Þorvaldi Örlygssyni. Aðstoðardómarinn lætur endurtaka vítið og þá skoraði Þorvaldur og staðan því jöfn.
5-4 Sævar Gíslason skoraði af öryggi úr fimmtu spyrnu Fylkis.
5-4 Dean Martin verður að skora úr fimmtu spyrnu KA til þess að halda KA inni í leiknum en Kjartan velur rétt horn og ver. Fylkir sigrar 7-6.

Til hamingju Fylkir!
(Tekið af mbl.is)