Já útað því að mér leiðist og þetta er eiginlega dautt áhugamál langar mig að skella inn grein um bestu knattspyrnumenn að minu mati, ekki uppáhalds heldur bestu.


Steven Gerrard: Að mínu mati besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er snöggur, hreyfir sig biður um boltann, rosalega góður skotmaður og svo lætur hann vel inná vellinum sem og utan vallar


Eiður Smári: Hann er mjög góður leikmaður. Kominn í eitt stærsta félag í heimi og hann er að standa sig vel strákurinn. Mér finnst hann rosalega góður og er góð fyrirmynd íslendinga og líkra aðra.
Lenti í einhverju spilakassa vandmáli en það er löngu dautt og grafið.


Puyol: Allveg hriklega góður varnarmaður. Hann er fyrirliði Barcelona og hann er harður í horn að taka. Stendur fyrir sínu og er góður leikmaður


Rooney: Hann er bráðungur og góður leikmaður. Lætur skapið stundum fara með sig og þyrfti að róa sig aðeins niður en samt finnst mér hugarfar hann og skap gera eitthvað auka til að gera hann svona góðan. Hann er baráttuhundur mikill og skorar grimmt.


Makalele: Þótt hann sé í eldri kanntinum berst hann ennþá eins og ljón. Hann er með þeim minnstu í úrvalsdeildinni en er allveg rosalegur nagli. Hann berst um hvern einasta bolta og lætur þessa stóru ekkert vera frekar en aðra.


Henry: Hann er markakóngur mikill og hann fer vel fyrir sínu liði Arsenal. Ég hef heyrt að hann sé ofmetinn og svona en mér finnst það ekki. Þó að hann mætti kannski brosa aðeins þegar hann fagnar mörkum en það skipir engu. Hann er roslega fljótur og er mjög klókur leikmaður.


Kaká: Rosalegur leikmaður. Hann er rosalega klókur og á sjaldan vondan dag. Glæsilega stungusendigar, og hann er mjög góður leikmaður finnst mér.


Já þetta var svona aðeins um bestu leikmenn að mínu mati.
Ég vill lika benda á það að þetta er mín fyrsta grein þannig ég vill ekki fá nein skítköst