Sigurður Jónsson orðinn þjálfari FH Það varð ljóst í gær að Sigurður Jónsson yrði næsti þjálfari FH-inga. Sigurður er fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu frá Akranesi, samningur hans stendur út næstu tvö ár. Hann gekk til liðs við FH frá ÍA fyrir þetta tímabil, sem leikmaður og aðstoðarþjálfari. Hann gat ekkert leikið með liðinu vegna meiðsla, en var aðstoðarmaður Loga Ólafssonar, þjálfara FH. Logi gekk á þriðjudaginn til liðs við Lilleström í Noregi, sem aðstoðarþjálfari. Þetta verður frumraun Sigurðar sem þjálfari. Hann er 35 ára og á langan feril að baki sem leikmaður - lék fyrst með ÍA, síðan með Sheffield Wednesday, Arsenal og Barnsley í Englandi, Örebro í Svíþjóð og Dundee United í Skotlandi. Sigurður lék 65 leiki með íslenska landsliðinu. Ef hann er jafngóður þjálfari og leimaður þá er FH heppið með nýja þjálfarann.