Ágætlega gekk tjöllum í annarri umferð UEFA-cup, en öll unnu þau leiki sína. Leeds, Chelsea og Ipswich fara áfram, en Aston Villa menn sitja eftir, vegna marka á útivelli. Í dag (föstudag) var svo dregið í aðra umferð, og voru ensku liðin nokkuð heppin með sína mótherja.
Ipswich mætir Helsingborg, en það lið komst áfram á mörkum skoruðum á útivelli gegn Odd Grenland, sem er norskt lið, en báðir leikir þessara liða enduðu með jafntefli.
Leeds fékk Troyes frá frakklandi, en þeir unnu Ruzomberok, sem er nú í öðru sæti í Slóvösku deildinni, í fyrri leik liðanna 6-1 en tapaði seinni 1-0. Enda var hálfgert vara lið þeirra sent í seinni leikinn. Troyes er um miðja deild í sinu heimalandi, og hefur víst ekkert gngið of vel.
Loks fá leedsrar að heimsækja Ísrael, en þeir mæta Hapoel Tel Aviv. Einhverjar áhyggjur eru víst þar af ástandi þar, en þær eru ekki teljandi.
Og að sjálfsögðu skoraði Eiður í gær, stóglæsilegt mark, sem var víst eitthvað í líkingu við það sem hann skoraði í fyrri umferðinn.
En veit einhver afhverju ekki eru sýnd mörkin úr þeim leik. Horfði á Sky í gær, og þeir sýndu úr leikjum allra breskra liða, nema Leeds. Gerðu þetta líka fyrir viku síðan.