boltari þú hefur líklega ekki verið liverpool aðdáandi lengi, því annars hefðirðu munað eftir Fowler þegar Fowler var Guð og liverpool aðdáendur sóru að þeir skildu aldrei neinn annan Guð hafa en Fowler. En vissulega hefur Fowler ekki sýnt sitt sanna andlit aftur eftir meiðslin, en þó átti hann fína spretti á síðasta ári, og spurning hvort hann nái sínu fyrra formi ef hann fengi að spila nokkra leiki í röð þótt hann sé ekki alveg að standa sig (eins og Heskey og Owen), en ekki 1 leik, bið 2 leiki og svo 15 mín 4 leikinn, það er eins og hann þurfi að skora þrennu í hverjum leik til að fá að spila næsta leik og um leið og hann skorar ekki þá er honum dumpað, hve oft hefur maður séð Heskey ekki vera að standa sig og ekki skorað nokkra leiki í röð en alltaf er hann þarna að spila.
Einnig segirðu að Fowler hafi verið að venja sig á að lenda í rifrildum við þjálfara sína og fari með það alltaf beina leið í blöðin, þetta er einfaldlega rangt. Veit ég ekki hvaða rifrildi þú ert að tala um nákvæmlega en býst ég við að þú sért að tala um rifrildið við Phil Thompson sem kom eftir að Liverpool var að æfa vítaspyrnur á meðan Thompson var að gera við marknetið og spyrnan hjá Fowler fór víst óþægilega nálægt Thompson sem trompaðist og hellti sér yfir Fowler og sakaði hann meðal annars um að hafa reynt að skjóta í sig. Blöðin komust í þetta eftir að Houllier setti Fowler ekki í leikmanna hópinn í næsta leik og eina sem Fowler sagði “I've been dropped”. Þú segir líka að hann eyðileggi allan móral í kringum sig á anfield og skemmi liðið, hmmm aftur rangt, Fowler er einn vinsælasti og virtasti leikmaðurinn meðal leikmanna Liverpool svo ekki sé talað um áhorfenda (sást það best þegar Kop fagnaði eins og brjálæðingar bæði þegar Fowler hitaði upp á hliðarlínunni á móti Kiev eins þegar honum var skipt inná) og oftast fyrsti maðurinn til að bjóða nýja leikmenn velkomna og reyna fá þá til að aðlagast sem best (Owen, Redknapp og fleirri hafa sagt þetta). Já eitt en þú sagðir að Fowler hefði sýnt afspyrnuslakan leik og hreinlega hafi sogir feitann!! hmmm veit ég ekki hvort hann hafi sogið feitann enda harðgiftur maður, en ekki fékk hann slaka dóma fyrir sýna framistöðu í leiknum og fannst mér hann berjast vel og sýndi góð hlaup, það sem vantaði var smá service frá miðjunni enda voru þeir aðallega að verja forustuna og einnig vann hann mörg skallaeinvígi einmitt það sem Houllier gagnrýndi hann fyrir í síðasta leik, annars tekur það menn oftast lengri tíma en 20-30 mín að komast í takt við leikinn. Að lokum langar mér að svara því sem þú segir “Enn eru til menn sem eru tilbúnir að kaupa Robbie fyrir rosalega peninga, nefnd hafa verið 12-15 milljónir punda, sem er alltof mikið fyrir jafn slappan mann og hann.” Þarna setur þú þig á svolítið háan stall, og virðist greinilega vita meira um verðmat á leikmönnum en bestu fótboltaspekúlantar og þjálfarar í bransanum sem sýnir hvað það skortir upp á vitið í þessari grein. Samt gaman að fá önnur sjónarmið inn í umræðuna þótt maður verði að sætta sig við að þau séu oft misgáfuleg :).