Jæja þá í þetta sinn. Leikur Íslendinga og Spánverja var í kvöld á Laugardalsvellinum eins og flest allir landsmenn vita. Ég fór á leikinn og skemmti mér alveg konunglega. Leikurinn var fjörugur og þá aðallega í fyrri hálfleik að mínu mati. Það var ekki búið mikið af leiknum er Jóhannes Karl skaut úr aukaspyrnu frá sínum eigin vallarhelming, hann hefur greinilega séð að Pepe Reina, markvörður Spánverja stóð frekar framarlega eða á svipuðu svæði og vítateigs línan er. Skotið flaug yfir Reina en hann náði að hlaupa til baka og blaka boltanum yfir, eða mér sýndist hann blaka honum yfir a.m.k., minnir samt að markspyrna hafi verið dæmd. En góð tilraun þarna hjá Jóa Kalla. Í fyrri hálfleik fannst mér Gunnar Heiðar vera mun fjörlegri en Heiðar Helguson sem var með honum í sókninni. Reyndar fannst mér Gunnar vera e-ð stressaður á boltann en kannski er það bara ég.
Að mínu mati var fyrri hálfleikurinn skemmtilegri en sá seinni einfaldlega vegna þess að þá fannst mér íslensku strákarnir vera spila boltanum betur og voru ekki eins stressaðir og í þeim seinni. Dómarinn í leiknum var mjög slakur í þessum leik og ég skal ekki efa það að einhverjir hérna eru sammála mér, hreinlega algjör dómaraskandall! Ætla ekki að skrifa meira um þennan leik í setningum en hér kemur smá ‘tölfræði’ sem inniheldur það sem mér fannst um leikinn.
Besti Leikmaður Íslands: Hannes Sigurðsson
Slakasti leikmaður Íslands: Heiðar Helguson
Einkunir(0-10);Dómarar:
5,5Gæði leiks:
6Stuðningsmenn:
9Ísland:
7Spánn:
6Lokatölur:
0-0[b/]
Þetta er mín fyrsta grein svo hún er kannski ekki sú allra besta. ;) En einhverntíman verður maður að gera grein í fyrsta sinn.
Hvað fannst ykkur um þennan leik?