
Stuðningsmenn KR fögnuðu áframhaldandi veru sinni í Símadeildinni eftir leikinn í Grindavík í dag. Fyrrum Framarinn, Sigurvin Ólafsson, skoraði bæði mörkin í leiknum sem KR vann 0-2. Sigurvin er svo sannarlega hetja dagsins í Vesturbænum.
Á Kópavogsvelli gerðust hlutirnir líka. Ármann Smári Björnsson kom Valsmönnum yfir gegn Keflavík. Allt útlit fyrir það að Valsmenn myndu halda stöðu sinni meðal þeirra bestu. Einn Valsari sagði við mig að það yrði bara formsatriði fyrir Val að vinna Blika. Annað kom á daginn! Þeir Þorsteinn Sveinsson og Hörður Bjarnason skoruðu fyrir Blika sem drógu Valsmenn með sér niður í 1.Deild. 2-1 fyrir heimamenn. Síðasti leikur Blika undir stjórn Sigurðs Grétarssonar endar vel. En Valur á örugglega eftir að vinna sér inn sæti meðal þeirra bestu á ný eftir smá tíma. Bíðið bara róleg…
Í Árbænum tapaði Fylkir fyrir FH 0-2. Fylkismenn hafa verið að leika ömurlega síðan eftir Verslunarmannahelgi. Liðið sem var að fljúga í átt að Íslandsmeistaratitlinum brotlenti. En þeir geta bjargað andlitinu með því að vinna KA í bikarúrslitaleiknum á Laugardaginn. Logi Ólafsson, þjálfari FH, mun ekki stjórna liðinu á næsta keppnistímabili. Logi var með lausan samning og tilkynnti forráðamönnum FH í dag eftir sigurleikinn gegn Fylki að hann myndi ekki framlengja hann.
Þetta keppnistímabil er eitt það mest spennandi tímabil sem nokkurntímann hefur verið spilað á Íslandi. ÍBV skreið upp töfluna og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á morgun ef þeir sigra ÍA útí Eyjum. Ef úrslitin verða á hinn veginn þá verða þeir “Gulu og glöðu” enn glaðari og vinna titilinn. Úrslit á botni réðust ekki fyrr en í seinustu umferð og mikið gaman hjá KR-ingum og Frömmurum.
—
Fram - Keflavík 5-3
1-0 Ásmundur Arnarsson 13. mín
1-1 Þórarinn Kristjánsson 25. mín
2-1 Ágúst Gylfason(v)54. mín
3-1 Ágúst Gylfason(v)63. mín
4-1 Andri Fannar Ottósson 73. mín
4-2 Zoran Ljubicic 79. mín
4-3 Haukur Ingi Guðnason 85. mín
5-3 Ásmundur Arnarsson 87. mín
Grindavík - KR 0-2
0-1 Sigurvin Ólafsson 10. mín
0-2 Sigurvin Ólafsson 90. mín
Breiðablik - Valur 2-1
1-0 Ármann Smári Björnsson 46. mín
1-1 Þorsteinn Sveinsson 77. mín
1-2 Hörður Bjarnason 86. mín
Fylkir - FH 0-2
0-1 Hannes Þ. Sigurðsson 35. mín
0-2 Baldur Bett 50. mín