Það er ljóst að við erum á réttri leið. Já dömur mínar og herrar, Íslenska landsliðið hækkar sig upp um þrjú sæti á nýjasta styrkleikalista FIFA. Ef þetta er ekki ástæða til að dansa þá veit ég ekki hvað. Englendingar eru líka á hraðri uppleið og skjóta Þjóðverjum út af Topp 10. Það er allt að gerast.

Liðin í kringum Ísland:
52. Finnland +3
52. Ísland +3
54. Jamaíka -2
55. Angóla -2

Tékkar eru líka á hraðri niðurleið og við Íslendingar eigum stóran þátt í því. Hér að neðan sjáið þið svo listann sem ég copy/paste-aði af gras.is vegna þess að ég nennti ekki að skrifa hann upp.

1. Frakkland
2. Brasilía
3. Argentína
4. Ítalía
5. Portúgal +4
6. Spánn -1
7. Kólumbía -1
8. Holland +2
9. England +6
10. Mexíkó +2
11. Paragvæ
12. Þýskaland -7
13. Júgóslavía
14. Tékkland -7
15. Rúmenía -1
16. Króatía +1
17. Svíþjóð +2
18. Danmörk
19. USA -3
20. Hondúras +3



P.s. Þið fáið sjens fram á miðvikudag til að taka þátt í Árskosningu Símadeildarinnar 2001. Ég er búinn að fá nokkuð af kjörseðlum í meilið og þakka ég þeim sem sendu þá. Nánari upplýsingar á Símadeildar-forsíðunni. ÁFRAM ÍSLAND!