Þessi grein fjallar um það hvor enski landsliðsmaðurinn er einfaldlega betri, Frank Lampard eða Steven Gerrard? Þetta eru báðir heimsklassaleikmenn og með bestu leikmönnum heims. Ætla ég að gera svona ‘stats’ um báða leikmenn og svo er spurningin sem þið verðið að svara, Hvor er betri?
Frank Lampard
Fullt nafn: Frank James Lampard
Fæddur: 20 Júní 1978
Land: England
Staður sem hann fæddist: Romford, Essex
Hæð: 183 sm
Staða: Miðjumaður
Klúbbur: Chelsea, fór þangað 14 Júní 2001
Númer, Chelsea: 8 England: 8
Fyrrverandi klúbbar: West Ham, 1994-2001, og í swansea í láni Október ‘95 til Janúar ’96
Leikir og mörk hjá Chelsea:
Enska deildin: 185 leikir, 50 mörk
F.A. Cup: 24 leikir,5 mörk
League Cup: 16 leikir, 2 mörk
UEFA Cup: 6 leikir, 2 mörk
Meistaradeildin: 34 leikir, 10 mörk
Samanlagt: 265 leikir, 69 mörk
Enska landsliðið: 44 leikir, 12 mörk.
Smá grein hér um Lampard
Frank Lampard fór til Chelsea 2001, hann stóð sig ekkert sérstaklega vel þangað til Ranieri kom og svo þegar hinn umtalaði José Mourinho kom, er mómentið þegar hann fór að ‘Brillera’ hann hefur staðið sig frábærlega hjá Chelsea seinustu 3-2 árin og þá sérstaklega seinustu 2. Hann er sá leikmaður Chelsea sem býr til allt spilið en einnig skorar hann mikið. Einn besti leikmaður Chelsea ef ekki sá besti. Tær snillingur hér á ferð. Hann er með frábærar sendingar og alveg rosalegur skotmaður. Það er líka barátta í honum. Hann mætti bæta skallana sína en það er ekkert til að hafa áhyggjur af því hann tekur flestar hornspyrnur og aukaspyrnur fyrir chelsea enda snillingur í þeim:]. Hann hefur unnið til ekkert smá margra verðlauna enda á hann það skilið. Þetta er rosalega góður leikmaður og einn af uppáhaldsleikmönnum mínum. En spurningin er, er hann betri en Steven Gerrard?
Steven Gerrard
Fullt nafn: Steven George Gerrard
Fæddur: 30 Maí 1980
Land: England
Staður sem hann fæddist: Whiston, Merseyside
Hæð: 185 sm
Staða: Miðjumaður
Klúbbur: Liverpool
Númer, Liverpool: 8 Enska landsliðið: 4
Fyrrverandi klúbbar: Engir
Leikir og mörk hjá Liverpool: 232 leikir, 37 leikir
Enska landsliðið: 47 leikir, 9 mörk
Smá grein hér um Gerrard
Steven Gerrard hefur verið í Liverpool allt sitt líf og er sannur leiðtogi þeirra ! Stærsta afrek Gerrards er þegar hann var fyrirliði Liverpools þegar þeir voru undir 3-0 gegn AC Milan í hálfleik í úrslitaleik meistaradeildarinnar, en þeir náðu að jafna og gerrard skoraði fyrsta mark Liverpools. Frábært afrek hjá honum. Gerrard er mjög líkur Lampard, frábærar sendingar og rosaleg skot frá Gerrard. Frábær skotmaður þarna á ferð, ef ekki sá besti í heimi. Það er einnig frábær barátta í honum og hann er einn besti fyrirliði í heimi. Góðar tæklingar, rosalegar aukaspyrnur. Strákurinn hefur allt. Einn besti leikmaður heims. En spurningin er bara, Er hann betri en Frank Lampard?
Jæja þá er það komið, afsakið ef það er einhver stafsetningarvilla. En, hvor finnst ykkur betri?