Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2000/2001 skuli renna til félaga í efstu deild í öllum aðildarlöndum sambandsins til eflingar knattspyrnu barna og unglinga hjá þessum félögum. Úthlutunin nær að þessu sinni til þeirra félaga sem léku í efstu deild á Íslandi sumarið 1999.
Knattspyrnusamband Íslands hefur sett ákveðin skilyrði sem íslensku félögunum ber að fara eftir:
1) Greiðslan til félaganna skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks. Verkefni sem KSÍ leggur áherslu á eru fjölgun iðkenda og um leið fjölgun menntaðra þjálfara að störfum hjá félögunum. Þá geta félögin staðið fyrir nýjum þáttum í barna- og unglingastarfi sínu, t.d. með námskeiðum eða knattspyrnuskólum.
2) Dæmi um kostnaðarlið í þessu starfi eru laun þjálfara, ferðakostnaður vegna þátttöku í keppni, aðstöðuleiga og kaup á tækjum og áhöldum.
3) Félögin skulu skila greinargerð og/eða áætlun um ráðstöfun fjárins til KSÍ fyrir 1. apríl 2002.
4) Þessa greiðslu vegna Meistaradeildar UEFA 2000/2001 hljóta 7 félög sem léku í Símadeild karla 1999 og hlýtur hvert þeirra kr. 2.481.705: Leiftur, Breiðablik, Grindavík, Fram, Keflavík, Valur og Víkingur R.
Eftirfarandi tafla sýnir heildargreiðslu frá UEFA til félaganna og KSÍ vegna Meistaradeildarinnar 2000/2001:
milljónir kr. Greitt Skýring á upphæð
1 KR(A) 18,00 júní 2001 Meistarabónus + árangur í UEFA-keppni
2 ÍBV(B) 4,60 júní 2001 Árangur í UEFA keppni
3 Leiftur(C) 2,48 sept. 2001 Framlag til barna- og unglingaknattspyrnu
4 ÍAB 4,60 júní 2001 Árangur í UEFA-keppni
5 Breiðablik 2,48 sept. 2001 Framlag til barna- og unglingaknattspyrnu
6 Grindavík 2,48 sept. 2001 Framlag til barna- og unglingaknattspyrnu
7 Fram 2,48 sept. 2001 Framlag til barna- og unglingaknattspyrnu
8 Keflavík 2,48 sept. 2001 Framlag til barna- og unglingaknattspyrnu
9 Valur 2,48 sept. 2001 Framlag til barna- og unglingaknattspyrnu
10 Víkingur R. 2,48 sept. 2001 Framlag til barna- og unglingaknattspyrnu
KSÍ 17,00 júní 2001 Til allra knattspyrnusambanda UEFA til ýmissa verkefna. Hjá KSÍ hefur þessari greiðslu að stærstum hluta verið varið í laun dómara í meistaraflokki. Þannig hafa öll félög í keppni í meistaraflokki notið hennar.
Alls 61.56 milljón kr.
(A): Lék tvær umferðir í forkeppni Meistaradeildar UEFA 2000/2001
(B): Lék eina umferð í forkeppni Evrópukeppni félagsliða 2000/2001
(C): Lék tvær umferðir í TOTO-keppni UEFA 2000 og fékk í des. 2000 4,8 milljónir kr. greiðslu fyrir árangur sinn í keppninni.
Þetta er allveg glatað KR fær allan peninginn 18 milljónir meðan hin félögin eru að fá 4,6 eða 2,48 milljónir
Af hverju fær Fylkir ekkert?
Af mbl.is